Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 62
60
hughreystir. Kannske er annað ekki viðeigandi á miðjum
sumardegi. Að minnsta kosti hefur Bóas verið mjög hljóð-
ur um vísdóm sinn að undanförnu, Og svo undarlegur var
Jiann í háttum nú, stuttur í spuna, kæruleysislegur, jafnvel
tortrygginn, að piltinn tekur það sárt í fyrsta skipti, síðan
hann kynntist Bóasi, að hann skuli hafa orðið á vegi hans.
Snemma morguns, þegar menn fara til vinnu í hópum,
flestir á reiðhjólum eða aftan á bílum, gengur Halldór Ósk-
ar Magnússon út úr baklóðinni með bragð í munninum
eftir volgan sopa, sem húsfrú Emilía hefur gefið honum, og
er nú á leið til vinnunnar í fyrsta skiptið. Hann er ekki viss
um, að hann rati á vinnustaðinn. Þó hefur hann grun um
einhverja leið, sem muni vera rétt. Þangað er fjöldi manns
að fara um þetta leyti, og sumir koma þaðan. Þeir, sem
unnið hafa alla nóttina, eru að snúa heim til sín með morg-
unsárinu.
Þetta er fagur morgunn.
Kannske hefur pilturinn aldrei lifað eins fagran morg-
un, síðan hann kom til höfuðstaðarins. Það hefur rignt
um nóttina, stytt upp undir morguninn, og nú vermir sól-
in jörðina svo, að þegar er farið að rjúka upp úr sverðinum.
Blöð trjánna í görðunum umhverfis húsin eru vaxin. Garð-
arnir eru óðum að færast í sumarskrúðið, sem þeir voru
komnir úr, þegar pilturinn sá bæinn fyrst. Trén eru þegar
orðin fallegri en öll önnur tré, sem hann hefur séð fram til
þessa. Svo há og falleg tré eru ekki fyrir vestan. Svo fagrar
rósir í görðum umhverfis hús sjást þar ekki heldur.
Pilturinn slæst með í hóp nokkurra karla, sem koma gang-
andi og eru auðsjáanlega að fara í flugvöllinn eins og hann.
Þeir ræða hátt eins og karlarnir fyrir vestan, þegar þeir
höfðu fengið einhverja vinnu og voru að fara í hana snemma
morguns. Nú er Halldór Óskar Magnússon í slíkum hóp
í fyrsta skipti á ævinni.