Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 22
20
inn hennar var undantekning, og konungurinn hafði skipað
svo fyrir, að hún ætti að bjóða öllum þeim vinum sínum,
sem hana langaði til að skemmta sér með. Það var tignar-
legur yndisþokki yfir þessum grönnu spönsku börnum, sem
gengu þarna í hallargarðinum; drengirnir báru stóra fjaðra-
hatta og stuttar, víðar skiklcjur, og litlu stúlkurnar voru í
síðum gljásilldkjólum, sem þær héldu uppi, og skýldu aug-
unum fyrir sólinni með stórum svörtum blævængjum,
greyptum silfri. En fallegust og smekklegast klædd þeirra
allra var kóngdóttirin, enda þótt tízka þeirra daga væri
heldur þunglamaleg. Kjóllinn hennar var úr gráu satíni,
pilsið og hinar víðu belgennar glitofnar, en bolurinn, sem
féll þétt að, var alþakinn perlum. Þegar hún gekk, gægðust
fram undan pilsfaldinum litlir silkiskór með bleikum rósa-
laufum. Bleikur var og blævængurinn hennar, ísaumaður
perlum, og í gullnu hári, sem stóð eins og geislabaugur
kringum litla fölleita andlitið, hafði hún fagra, hvíta rós.
Konungurinn stóð sorgbitinn við einn hallargluggann og
horfði þunglyndislega á þau. Bak við hann stóð bróðir hans,
Don Petro af Aragon, sem hann hataði, og skriftafaðir
hans, yfirrannsóknardómari páfa, sat við hlið hans. Kon-
ungur var venju fremur hnugginn þennan dag, því að þegar
hann horfði á dóttur sína, sem ýmist hneigði sig með barns-
legri alvöru fyrir hirðmönnunum eða hló í laumi bak við’
blævænginn að fýlusvipnum á hertogafrúnni af Albu-
querque, sem ávallt, var í fylgd með henni, þá minntist
hann ungu drottningarinnar, móður hennar, sem skömmu
áður — eða svo virtist honum — hafði komið frá Frakk-
landi, þar sem fólkið var svo léttlynt, og hafði svo fölnað
eins og blóm við spönsku hirðina, sem var köld og stirð og
drungaleg, og loks dáið tæpum sex mánuðum eftir fæðingu
barns síns, og það áður en möndlutrén í ávaxtagarðinum
höfðu blómstrað í annað sinn.
Hann hafði elskað hana svo heitt, að hann þoldi ekki