Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 75
Haukur Clausen:
Norðurlandaförin 1947
Við lögðum af stað með „Heklu“, flugvél Loftleiða, árla
morguns sunnudaginn 24. ágúst. Við vorum 15 I.R.-ingar
°g þar á meðal tveir úr IMenntaskólanum, ég og Orn, bróðir
minn. Auk þess var með í förinni hinn sænski frjálsíþrótta-
þjálfari Í.R., Georg Bergfors. Fararstjóri var Þorbjörn Guð-
mundsson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Fyrst var ferð-
toni heitið til Oslo, en þar áttum við að vera 5 daga og
keppa. Við flugum beint yfir Færeyjar, og veðrið var dásam-
legt. Við flugum í 8000 feta hæð. Þegar við nálguðumst
strönd Noregs, var okkur tilkynnt, að flogið yrði í 11000
feta hæð yfir fjallgarða Noregs. Sú sjón, sem blasti við okk-
ur, þegar við litum út um glugga flugvélarinnar og horfðum
mður, var áreiðanlega einhver sú stórkostlegasta og dásam-
legasta, sem við höfum séð. Það var glampandi sólskin.
Einstaka hvítur skýhnoðri barst fram hjá fyrir neðan okk-
Ur- Spegilsléttir firðirnir teygðu sig langt inn í landið, og
UPP frá þeim voru snarbrattar, skógivaxnar fjallahlíðarnar.
Á stöku stað sáum við skógarelda. Okkur var sagt síðar,
að þeir stöfuðu af hinum langvinnu þurrkum. En júní-, júlí-
°S ágústmánuður hafa verið skraufþurrir í Noregi, því að
þar hefur ekki komið dropi úr lofti alla þessa þrjá mánuði.
Og í Svíþjóð hafa aðeins verið þrír rigningardagar í sumar.
Við lentum á flugvelli um 50 km frá Osló. Það'an ókum
við í stærsta strætisvagni, sem við höfum nokkurn tíma
ferðazt í. Um 60 manns komust þar fyrir með góðu móti.