Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 33
31
vel að honum. Þeir höfðu oft séð hann í skóginum dansa
eins og álf á eftir laufblöðunum, sem feyktust eftir vindin-
um, eða sitja á hækjum sínum í skugga einhvers eikartrés-
ins og borða með íkornunum. Þeir kærðu sig kollótta þótt
hann væri ljótur. Já, meira að segja næturgalinn, sem söng
svo yndislega í appelsínurunnunum á kvöldin, að tunglið
beygði sig stundum niður til þess að hlusta, var ekki sérlega
glæsilegur á að líta. Og svo hafði hann verið góður við þá —
frostaveturinn mikla, til dæmis, þegar engin ber var að
finna á trjánum, og jörðin var gaddfreðin, og úlfarnir kornu
alveg niður að borgarhliðunum til þess að leita sér ætis,
þá hafði hann ekki gleymt þeim, heldur hafði hann ávallt
gefið þeim mola af brauðbitanum sínum, og ávallt höfðu
þeir fengið sinn skerf af öllum máltíðum hans, hversu fá-
tæklegar, sem þær voru.
Þess vegna flugu þeir nú í kringum hann og snertu næst-
um vanga hans með vængjunum og tístu saman, og dvergur-
inn litli var svo ánægður, að hann gat ekki stillt sig um að
sýna þeim fallegu hvítu rósina og segja þeim, að sjálf kóngs-
dóttirin hefði gefið honum hana, af því að henni þætti svo
vænt um hann.
Þeir skildu ekki orð af því, sem hann sagði, en það gerði
ekkert til; þeir hölluðu undir flatt og virtust skilja allt, og
það er alveg eins gott og auk þess miklu auðveldara.
Eðlurnar tóku einnig miklu ástfóstri við hann, og þegar
hann þreyttist á að hlaupa og fleygði sér niður í grasið til
þess að hvíla sig, komu þær til hans og léku við hann, skriðu
yfir hann og reyndu að skemmta honum af beztu getu.
>,Það geta ekki allir verið eins fallegir og eðlur“, sögðu þær,
,,það er of mikið að ætlast til þess. Og þótt hlægilegt sé
að segja það, þá er' hann, þegar öllu er á botninn hvolft
ekki svo ljótur, ef maður aðeins lokar augunum og horfir
ekki á hann“. Eðlurnar voru ákaflega heimspekilegar að