Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 97
95
vinur manns hennar. En þegar hann fór að leita eftir ást-
um við hana, vísaði liún honum á bug með fyrirlitningu,
og hann sá fljótt fram á það, að honum mundi ekkert verða
ágengt í hinum óheiðarlegu fyrirætlunuin sínum.
Ósk Iachímós um að vinna til veðmálsins var svo sterk,
að hún fékk hann til að grípa til kænskubragða til að gabba
Posthúmus. I þeim tilgangi mútaði hann nokkrum af þjón-
um Imógenar og fékk þá til að lauma sér inn í svefnher-
bergi hennar, falinn í stórri ferðakistu. Inni í henni hímdi
hann þar til Imogen hafði lagt sig til svefns og var sofnuð.
Þá fór hann út úr ferðakistunni og skoðaði herbergið hátt
og lágt af mikilli athygli og skrifaði niður allt, sem hann
sá þar. Síðan skrifaði hann einnig sér til minnis, að á hálsi
Imógenar væri fæðingarblettur. Tók hann svo með mikilli
varúð armbandið, sem Posthúmus hafði gefið henni, af
handlegg hennar og læddist inn í ferðakistuna aftur. Næsta
dag flýtti hann sér af stað til Rómaborgar, og þegar þangað
kom gumaði hann mikið af því, að Imógen hefði gefið
honum armbandið og sömuleiðis leyft sér að dvelja heila
nótt í svefnherbergi sínu. Tachímó sagði frá á þessa leið:
„Svefnherbergi tmógenar var tjaldað silkiveggteppum, og
í þau var ofin með silfurþráðum sagan um Kleópötru, er
hún hittir Antónío; var þetta meistaralega gert“.
„Þetta er rétt hjá þér“, sagði Posthúmus. „Samt getur
þú hafa heyrt talað um þetta, en ekki séð það sjálfur“.
„Og arinninn“, hélt Iachímó áfram, „er í suðurenda her-
bergisins, og á arinhillunni er mynd af Díönu í baði — og
sjaldan hef ég séð eins lifandi blæ á nokkurri mynd“.
,J»etta getur þú einnig hafa heyrt talað um“, sagði Post-
húmus, „því þetta tala allir mikið um“.
Iachímó lýsti því næst loftinu í herberginu og hélt áfram
að lýsa hlutunum af mikilK nákvæmni, þar til hann að lok-
um tók upp armbandið, hélt því uppi fyrir augum Post-
húmusar og sagði: „Kannastu við þetta, herra minn? Hún