Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 38
36
um kjark. Hann langaði til þess að liitta hana eina og segja
henni, að hann elskaði hana líka. Ef til vill var hún í saln-
um fyrir innan.
Hann hljóp yfir þykku tyrknesku gólfábreiðurnar og
lauk upp dyrunum. Nei— ekki var hún heldur þar. Salur-
inn var auður.
Þetta var krýningarsalurinn, þar sem erlendum erind-
rekum var veitt viðtaka, þegar kónginum þóknaðist að
veita þeim viðtal í eigin persónu — en það hafði ekki skeð
nú í langan tíma. Einmitt í þessum sal höfðu, mörgum
árum áður, sendiboðar frá Englandi samið um giftingu
drottningar sinnar, sem þá var á meðal kaþólskra yfirdrottn-
ara Evrópu, og elzta sonar keisarans. Veggtjöldin voru úr
gylltu leðri frá Cordóvu, og risastór gyllt kertakróna með
þrjú hundruð kertum hékk í loftinu, svörtu og hvítu. Und-
ir stóru hvolfi úr gullofnu klæði þar sem ljón og tumar
kastalans vom saumaðir í með perlum, var sjálft hásætið.
Yfir það var breiddur svartur flauelsdúkur, skreyttur silf-
urtúlípönum og bryddur þykku silfur- og perlukögri. I
þrepinu fyrir neðan hásætið var skemill kóngsdótturinnar
með silfurofinni ábreiðu, og þar fyrir neðan og í dálítilli
fjarlægð frá hásætishvolfinu var sæti erindreka páfans —
en hann einn átti rétt á að sitja í návist konungs, er við-
hafnarmóttökur fóru fram, og á litlum skemli fyrir framan
lá kardínálahattur hans, skreyttur skarlatsrauðum skúfum.
Á veggnum andspænis hásætinu hékk mynd í fullri líkams-
stærð af Karli fimmta í veiðimannabúning með stóran veiði-
hund sér við' hlið. Og á hinum veggnum fvrir miðju hékk
mynd af Filippusi öðrum, er sýndi fulltrúa Niðurlanda-
þjóðanna vera að votta honum hollustu sína. Milli glugg-
anna stóð svartur skápur úr íbenholti, greyptur fílabeins-
myndum af Dauðadansinum eftir Holbein, og sögðu menn,
að þar hefði hönd meistarans sjálfs verið að verki.
En litli dvergurinn kærði sig kóllóttan um allan þennan