Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 106
104
legi, blómlegi drengur líkist hinum dauða Fidele", svaraði
Cadwal.
„Hægan, hægan“, sagði Belaríus, „ef þetta væri hann,
mundi hann vissulega hafa talað við okkur“.
„En við sáum hann liðið lík“, hvíslaði Polýdore aftur.
Posthúmus beið þegjandi dauðadómsins, og hann ákvað
að segja ekki konunginum frá því, að hann hefði tekið þátt í
því að bjarga lífi hans, ef það skyldi verða til þess, að hann
gerði dóminn vægari.
Lúsíus, rómverski hershöfðinginn, ávarpaði konunginn
fyrstur. Hann var mjög hugrakkur maður og af göfugum
ættum. Hann sagði við konunginn eftirfarandi:
„Mér hefur verið sagt, að þér látið aldrei neina fanga
yðar lausa, heldur dæmið þá alla til dauða! Ég er Rómverji,
og ég tek dauðanum með rómversku jafnaðargeði. En ég
hef einnar bónar að biðja yður“. Síðan leiddi hann Imógen
fram fyrir konunginn. „Þessi drengur er fæddur í Bretlandi.
Látið hann lausan. Hann er skjaldsveinn minn. Aldrei hef-
ur nokkur húsbóndi haft eins skyldurækinn, iðinn og sam-
vizkusaman skjaldsvein! — Hann hefur ekki gert neinum
Breta mein, þótt hann hafi þjónað Rómverjum. Sleppið
honum, þó þér látið engan annan lausan“.
Cymbeline horfði alvarlega á ímógen dóttur sína. Hann
þekkti hana ekki í þessum búningi, en einhver eðlisávísun
virtist snerta hjarta hans, því hann sagði: „Ég hef vissulega
séð hann áður, því ég kannast við andlit hans. Ég veit ekki
hvers vegna, en ég get ekki annað en sagt: Ég gef þér líf,
drengur! Og biddu mig einhverrar bónar, sem mun verða
veitt þér, hver sem hún er, já, jafnvel þó þú biðjir um líf
tignasta fangans, sem hér er“.
„Ég þakka yður auðmjúklega, yðar hátign“, sagði
ímógen.
Allir biðu þess með eftirvæntingu, hvað skjaldsveinninn
bæð'i um, og Lúsíus sagði: „Mig.langar ekki til að þú biðj-