Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 67
65
Pilturinn rís á fætur.
Bóas gengur að stólnum og tyllir sér.
Halldór sezt á rúmið, tekur eftir því, að hann er allur í
sementi og öðrum óhreinindum, stendur upp aftur.
— Mamma sendi mig, segir Bóas.
— JæjaP
— Hvað, er nokkuð að?
— Neinei.
Bóas glottir.
— Okkur þótti þú bara koma svo seint í matinn. Þú hlýt-
ur þó að vera svangur. —
— Já, ég var nú að leggja af stað, anzar pilturinn.
Bóas þegir litla stund, unz hann segir:
— Það er kannske ekki rétt, að mamma hafi sent mig.
En við höfum hitzt svo sjaldan seinustu dagana, Halldór.
Mig langaði til þess að fá þig heim.
Piltinum vefst tunga um tönn.
— En þú máttir vita, að ég kæmi í matinn.
Glottið hverfur af andliti krypplingsins.
— Já, það var satt.
Svo þegja báðir um stund, og sú þögn er vandræðaleg,
unz Bóas lítur upp.
— Eg er annars hissa á því, Dóri, að þú skulir hafa byrj-
að að vinna. Það er alveg satt. Mér finnst það skrítið.
— Því?
— Því? — Ég veit ekki. Þú ert ekki eins og þessir ung-
lingar, sem verða að þræla. Mér finnst alltaf, að þú sért ekki
fæddur til að þræla.
Pilturinn brosir dauft.
— Þetta sagðir þú líka við mig í gær, Bóas minn.
— Já, og ég meinti það. Ég meina það enn. Ég trúði því
ekki, að þú værir að fara að vinna. En ég trúi því núna.
Bros piltsins hverfur með öllu.
— Af hverju, Bóas minn?
Vnga ísland
S