Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 48
46
m.
Saga íslenzku þjóðarinnar eftir þessa atburði er í sem
flestum atriðum harmasaga. Saga skóganna og alls gróður-
h'fs frásögn hnignunar og eyðingai'. Var þá ekki annars
kostur en að reyna að færa sér í nyt gæði landsins að fullu.
En það olli því, að rányrkjan óx úr hófi fram. Skógarleifar
hurfu smám saman, uppblástur og örfok tók að herja land-
ið og eyðisandar að myndast. ísland breyttist smátt og
smátt í land gjörólíkt íslandi landnámstímans. Þjóðinni
hnignaði að sama skapi. Stórhugur þvarr, húsakynni versn-
uðu og menningarlífi þjóðarinnar gekk í barndóm. Þessi ó-
áran hélzt um margra alda slceið og nácfi hámarki á 17. og
18. öld. Flestum mun koma saman um, að ein af meginor-
sökum þessarar hnignunar, hafi verið hvernig íslenzka þjóð-
in níddi land sitt, og þá sérstaklega skógana. Þeir skýldu
landinu, vörnuðu uppblæstri, gerðti það frjósamara og voru
frumskilyrði þess, að þjóðin byggi í mannsæmandi híbýlum.
En með minnkandi náttúrugæðum landsins versnaði
efnahagur þjóðarinnar og skilyrði hennar til mannsæmandi
lífs. Hinir erlendu valdhafar sáu þetta. En þeir hugsuðu
fyrst og fremst um að nýta landið í sína þágu, og frá þeim
var engin von til viðreisnar.
Trú á land og þjóð kulnaði þó aldrei út að fullu.
Á öllum öldum voru til menn, er eygðu gæði íslenzkrar
náttúru, sáu möguleikana fyrir hugskotssjónum sínum og
trúðu, að þjóðin myndi rétta úr kútnum. Smátt og smátt
óx kjarkur fólksins að nýju, þótt hægt miðaði í framfaraátt.
Áróðursmenn íslenzkrar endurreisnar linntu aldrei að brýna
það fyrir þjóðinni, að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar
væri frumskilyrði að pólitisku frelsi hennar.
Þessi atriði, sem reynt hefur verið að benda á, eiga að
sýna, hve nauðsynlegt það er íslenzku þjóðinni að misþyrma
ekki landi sínu. Ef hún gerir það, á hún allt á hættu.