Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 39
37
íburð. Hann hefði ekki viljað skipta á rósinni sinni og
ölluni perlunum á hásætishvolfinu, né heldur einu einasta
blaði og sjálfu hásætinu. Það eina, sem hann þráði, var að
sjá kóngsdótturina, áður en hún færi aftur niður að leiktjald-
inu, og biðja hana að' koma með sér að dansinum loknum.
Hérna inni í höllinni var loftið þungt og vont, en í skóginum
blés vindurinn, og laufblöðin bærðust í gullnum geislum sól-
arinnar. Og í skóginum voru blóm, ef til vill voru þau ekki
eins skrautleg og blómin í hallargarðinum, en þau ilmuðu
þúsund sinnum sætara. Á vorin þöktu purpurarauðar hýa-
sintur síkin og grasbakkana, við kræklóttar rætur eikarinnar
hreiðruðu sig gular páskaliljur og önnur vorblóm. Og trén
og runnarnir skörtuðu sínu fagra blómskrúði.
Já, ef hann gæti fundið hana, mundi hún áreiðanlega
koma með honum út í skóginn bjarta, og hann skyldi dansa
fyrir hana og skemmta henni allan liðlangan daginn. Andlit
hans ljómaði af gleði við tilhugsunina, og hann skundaði
inn í næsta sal.
Sá salur bar af öllum hinum að glæsileik og íburði. Vegg-
irnir voru þaktir rósóttu silkidamaski, og í það voru ofn-
ar fuglamyndir og silfurrósir. Húsmunirnir voru úr silfri,
útflúruð blómsveigum og englamyndum, arinhlífarnar í-
saumaðar páfuglum og páfagaukum. Gólfið var lir sægræn-
um onyx og virtist ná út í óendanlega fjarlægð. Og hann
var ekki einn þarna inni. Lengst burtu í hinum enda salsins
sá hann litla mannveru, sem stóð í dyragættinni og horfði á
hann. Hjartað barðist í brjósti hans, hann rak upp fagn-
aðaróp og hljóp fram í salinn, uppljómaður af sólskini. En
um leið gerði hinn náunginn nákvæmlega það sama. Það sa
hann svo greinilega.
Kóngsdóttirin? Nei, það var ófreskja, sú afskræmilegasta
ófreskja, sem hann hafði nokkurn tíma séð. Vöxturinn var
alls ekki eins og á öðru fólki, heldur hafði hann kryppu upp
úr bakinu, fótleggirnir voru bognir, og risastórt höfuðið,