Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 64
62
fær um að reyna á sig, aldrei verið látinn vinna, en lofað
að liggja í sögubókum, fræðibókum, einnig Ijóðabókum.
Svo var hann settur til mennta. Síðan hann kom hingað,
hefur hann hinsvegar ekki litið í þess háttar bækur svo
nokkru nemi frekar en þær bækur, sem honum hefur verið
sagt að lesa í skólanum. Nú er hann aftur á móti farinn
að vinna.
í fyrsta skipti á ævinni stendur hann frammi fyrir hrúgu
af kolasalla, margra mannhæða hárri. Þessu á hann að moka
upp á bíla, ekki þó einn, heldur ásamt öðrum.
Svo er hann tekinn úr því og látinn stafla sementspokum
með öðrum strák á líkum aldri, rangeygum.
Aður en langt um líður, þegar öllum sementspokum hefur
verið staflað, er hann settur í nýjan flokk manna sem eiga
að velta tunnum, öllum sömu leiðina, stutta en þreytandi,
velta þeim hálfbognir, unz þær eru allar komnar tíu metr-
um austar á völlinn en þær áður voru. Verst þykir honum
að lenda í sementinu. Fötin hans mega ekki við' því. Hann
hefur ekki enn þá fengið sér önnur föt. Aftur á móti er Jón-
heiður gamla búin að lofa honum tvennum eða þrennum
sokkum að gjöf. Og þegar hann er tekinn úr sementinu og
látinn velta tunnum er hann því feginn.
I kaffihléinu gefur jafnaldri sig á tal við hann, sezt hjá
honum og spyr:
— Af hverju varstu að hætta í sementinu?
— Af hverju?
— Já, ég spurði af hverju. Þú áttir að vera áfram í því,
maður. Það er miklu meira borgað fyrir það. Veiztu það
ekki?
— Nei.
— Hver sagði þér svosem að hætta?
— Enginn. Við vorum búnir að stafla öllum pokunum.
Sá sem með mér var------