Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 74
72
um Árna í Smiðjunni, og hann Tómas trítil, sem skauzt úr
vegi ætíð þegar hann sá til mín með hið heilaga sakramenti,
til þess að hann skyldi ekki mæta mér. Og þar var Gunnar
í Sölvabæ, Jón í Kirkjukoti, Páll í Seilunni og ...“
— Náfölur af ótta og skelfingu hafði söfnuðurinn hlýtt
á orð prests; einn hafði heyrt föður síns getið í víti, annar
móður sinnar, þriðji afa síns, bróður eða annarra nánustu
vina og vandamanna.
Að lítilli stundu liðinni tók prestur aftur til máls:
„Þið sjáið það sjálfir, mínir kæru vinir“, mælti hann, —
„þið sjáið það sjálfir, að þetta má ekki svo til ganga, eins
og það hefur gengið að undanförnu. Ég hef ábyrgð á sálum
yðar, og ég vil frelsa yður frá því glötunardjúpi, er þér berizt
að óðfluga. A morgun, og ekki síðar en á morgun, ætla ég að'
byrja, og það rækilega; það verður nóg að gera. En til þess
að hafa einhverja röð og reglu á öllu saman, ætla að ég hafa
það svona: Það er mánudagur á morgun, og þá ætla ég að
taka alla karla og kerlingar til skrifta. Það er nú ekki svo
mjög mikið. Á þriðjudaginn öll börnin. Þau verð ég nú
enga stund með. Miðvikudaginn alla yngismenn og yngis-
stúlkur. Það getur kannske teygzt nokkuð úr því. Fimmtu-
daginn alla kvænta menn. Það höfum við svo stutt sem
hægt er. Föstudaginn allar konurnar. Ekki of mikla mælgi
og vaðanda, — það áskil ég fyrir fram. Laugardaginn tökum
við------malarann hérna; það veitir ekki af heilum degi
handa honum.
Þið vitið það, börnin góð, að maður á að róa, þegar gefur,
og slá, áður en grasið fer að falla. Þið eigið býsna mikið af
óhreinum görmum; við verðum að þvo þá, þvo þá vel.
Gefi yður öllum náð til þess. Amen“.
Þetta var orð og að sönnu; það var tekið til þvottanna
og það rækilega. Eftir þennan minnisstæða sunnudag hefur
orðstír Bunuvalla-safnaðar fyrir dyggð og guðsótta flogið
um öll nálæg héruð. Þýðing Bjöms Jónssonar, jyrrv. ritstj. Isafotdar.