Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 49
47
IV.
Óhugsandi er að reyna að gera sér í hugarlund þær fóm-
ir og niðurlægingu, sem íslenzka þjóðin varð að þola frá 1262
1874. í>að er saga letruð blóði beztu manna þjóðarinnar.
Sú kynslóð íslenzk, sem lifir á íslandi í dag, á að kynna
ser þessa sögu, reyna að finna ástæðurnar fyrir þeim atburð-
,Um) sem gerðust 1262, og hindra, að slíkt geti endurtekið
S1g- Meginatriði þeirrar baráttu er fullkomið og algert efna-
tagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Og allar aðstæður eru glæsi-
legar. Þjóðinni hefur aldrei boðizt slíkt tækifæri til menn-
mgarlífs. En sjálfu landinu megum við ekki gleyma.
Island er sært vegna margra alda rányrlcju. Hvar sem far-
er um landið sjást sandar og rof, sem eru að blása upp.
bandgræðsla og skógrækt ríkisins hafa á undanförnum ár-
um reynt eftir megni að hindra þenna vágest, en betur má
duga skal.
Barátta fyrir hugsjónum er torsótt. Skilning og alúð
skortir til að meta gildi þeirra og framkvæma þær. ÍJtrým-
lng rányrkju, hefting sandfoks og skógrækt í stóram stíl,
er ein þeirra hugsjóna, sem íslenzka þjóðin má ekki snið-
ganga. Margir íslendingar skilja nauðsyn skógræktar, og
1 landinu era allsterk félagssamtök, sem berjast fyrir þess-
Um málum. En þau félagssamtök eru ekki nógu sterk. Þessi
mal krefjast átaks allrar þjóðarinnar.
Markmiðið er — ræktun í stað rányrkju.
Bví miður eru til menn, sem trúa því eklti, að skógar megi
hlónigast á íslandi. Þá menn þarf að einangra, og mælgi
þeirra mun hljóma sem útburðarvæl.
Beynslan sýnir, að þeir fylgja hinum vonda málstað. En
er auðið að gera þetta hugsjónamál að sameign allrar þjóð-
arinnar?
Er óhugsandi að koma skilningi á skóginum og gildi hans
lnn í barnssálina? Ef það er hægt, mun í komandi fram-
^ð myndast hér mikil ræktunarmenning.