Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 96
94
ímogen og Posthúmus kvöddust með miklum innileik.
ímogen gaf manni sínum demantshring, sem móðir hennar
hafði átt, og Posthúmus festi á handlegg konu sinnar arm-
band, sem hann bað hana að varðveita gaumgæfilega sem
tákn um ást hans. Síðan kvöddust þau og lofuðu hvort öðru
hátíðlega eilífri ást og tryggð.
ímogen dvaldi áfram við hirð föður síns, mjög einmana
og örvæntingarfull, og Posthúmus fór til Rómaborgar. Þeg-
ar þangað kom, komst hann í félagsskap ungra manna af
ýmsum þjóðum. Hrósaði sérhver þeirra konunum í sínu
föðurlandi, eiginkonum og unnustum, en Pósthúmus, sem
hafði ávallt sína eiginkonu í huga, hélt því fram, að hin
ljóshærða ímógen, konan sín, væri sú skírlífasta, vitrasta
og stöðuglyndasta kona í veröldinni.
Einn af þessum ungu mönnum, sem hét Iachímó og
gramdist það, að kona frá Bretlandi skyldi vera tekin þann-
ig fram yfir konur Rómaborgar, sem voru landar hans, erti
skap Posthúmusar með því að virðast efast um stöðuglyndi
hinnar mjög svo lofsverðu eiginkonu hans. Að lokum, eftir
mikla þrætu, samþykkti Posthúmus þá uppástungu Iachí-
mós, að hann, Iachímó, skyldi fara til Bretlands og freista
þess að vinna ást Imógenar. Síðan veðjuðu þeir, að ef
Iachímó heppnaðist ekki þessi illgjarna ákvörðun, átti hann
að láta af hendi mikla fjárupphæð, en ef hann gæti unnið
hylli ímógenar og fengið hana til að láta af hendi armband-
ið, sem Posthúmus hafði beðið hana svo einlæglega að varð-
veita sem tákn um ást sína, átti veðmálinu að ljúka með
því, að Posthúmus gæfi Iachímó hring þann, sem var
tryggðarpantur ímógenar, er hún skildi við eiginmann sinn.
Svo mikið traust hafði Posthúmus á trygglyndi ímógenar,
að honum kom ekki til hugar, að hann tefldi á tvær hættur,
er hann setti hana í þessa prófraun til að sanna æm sína.
Þegar lachímó kom til Bretlands, fékk hann þegar á-
heyrn og var kurteislega boðin velkomin af Imógen. sem