Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 79
77
sveit, Havana Cubanboys. Stundum íórum við á dansstað,
sem hét „Bal Palais“ á Kungsgatan.
Snemma morguns, sunnudaginn 14. sept., kvöddum við
Stockholm og alla þá vini, sem við höfðum eignazt þar.
Ferðinni var heitið til Orebro, þar sem Í.R. átti síðar um
daginn að heyja félagakeppni við Örebro S. K. f Örebro eru
60 þúsund íbúar. Móttökurnar voru með afbrigðum, og
keppnina, sem þar var háð, vann í. R. með 45 stigum gegn
29. Um kvöldið fórum við á útiskemmtistað þar í borginni
og skemmtum okkur vel. Við urðum samt að fara miklu
fyrr en við óskuðum, því að ákveðið hafði verið að fara með
lestinni þá um kvöldið til Malmö. Það komu upp háværar
raddir um það, að bezt væri að vera í Örebro um nóttina
og fara daginn eftir til Malmö. Orsökin til þess, að við vild-
um ekki fara, var reyndar sú, að' þarna í Örebro var saman
komið það mesta safn, sem við höfðum séð af fallegum, Ijós-
hærðum stúlkum, sem þar að auki voru mjög skemmtilegar!
En fararstjórinn sagði, að við yrðum að halda áætlun, og
við urðum að hlýða. Ferðin í lestinni var mjög leiðinleg og
óþægileg. Við sátum alla nóttina í reykingaklefa innan um
blindfulla menn. — Frá Malmö var strax haldið áfram með
ferju til Kaupmannahafnar. Og það fyrsta, sem flestir okk-
ar gerðu, þegar komið var á hótelið, var að leggjast til
svefns, því að við vorum þreyttir og syfjaðir.
I Kaupmannahöfn dvöldum við í þrjá daga, en 18. sept.
kom „Helda“ að sækja okkur. Veðrið var mjög vont, þeg-
ar við komum hingað, 19 vindstig, rigning, þoka og myrkur,
og sögðu flugmennirnir, að þeir hefðu sjaldan lent í verra
veðri og sjaldan átt erfiðara með að finna flugvöllinn. Ferð-
in hafði gengið mjög vel og orðið oklcur öllum til mikillar
ánægju.
Allir vorum við samt fegnir að vera komnir heim aftur.