Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 34
32
eðlisfari og sátu oft tímunum saman og hugsuðu, þegar þær
höfðu ekkert annað að gera eða þegar þær hættu sér ekki
út fyrir rigningu.
En blómunum gramdist óskaplega framferði þeirra og
framferði fuglanna. „Það sýnir aðeins, að þetta fólk, sem
er á eilífu sveimi fram og aftur, fer á mis við alla siðfágun.
Siðað fólk heldur ávallt kyrru fyrir á sama stað eins og við.
Hver hefur nokkum tíma séð okkur vera að hoppa og
skoppa um göturnar eða hendast um í grasinu eftir fið-
rildum. Ef við þurfum að breyta um loftslag, köllum við á
garðyrkjumanninn og látum hann flytja okkur í annað
blómabeð. Það sæmir bezt virðingu okkar. En fuglar og
eðlur eru gjörsneydd allri rósemi, og fuglarnir eiga meira
að segja ekkert fast heimilisfang. Þeir eru auðvirðilegir föru-
menn, eins og sígaunarnir, og þess vegna á að sýna þeim
sama viðmót“. Að svo mæltu reigðu þau sig drembilega og
voru guðsfegin, þegar dvergurinn brölti upp úr grasinu og
hélt heim til hallarinnar.
„Það þyrfti sannarlega að loka hann inni það sem eftir
er æfinnar. Lítið þið á kryppuna á honum og bognar bífurn-
ar“, sögðu þau og flissuðu.
En litli dvergurinn vissi ekkert um þetta tal þeirra. Hon-
um þótti mjög vænt um fuglana og eðlurnar og fannst
blómin það dásamlegasta, sem hægt var að hugsa sér,
fyrir utan kóngsdótturina auðvitað, en hún hafði lílca gefið
honum fallegu hvítu rósina, og hún elskaði hann! Það var
einhver munur á því! Ó, hvað hann óskaði, að hann hefði
farið með henni! Hún hefði þá rétt honum hægri hönd sína,
brosað til hans, og aldrei hefði hann vikið frá henni, heldur
hefði hann gert hana að leikfélaga sínum og kennt henni
margskonar skemmtileg brögð. Því hann kunni furðulega
margt, enda þótt hann hefði aldrei komið í höll fyrr. Hann
gat búið til lítil búr úr reyr handa engisprettunum, þar sem
þær gátu sungið, og úr bambusstöngunum gat hann skorið