Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 54
52
reisa sér borg á sama svæðinu. Ein þjóðin reynir að fjötra
aðra í ánauð. Ef til vill berjast þær aðeins af því, að þær
skilja elcki hver aðra né eiga skap saman.
Eins og mennirnir, leita maurarnir sér lífsviðurværis á
margan hátt. Þar eru veiðimaurar, sem veiða skordýr, hjarð-
maurar, sem halda blaðlýs og fá úr þeim sæta hunangsdögg,
sem þeir nærast á, eins og við fáum mjólk úr kúm og geit-
um. Þá eru búmaurar, sem rækta allt sitt grænmeti sjálfir,
þjófamaurar, er lifa eingöngu á ránum, og þrælasalar, sem
ræna börnum annarra mauraþjóða og láta þau vinna fyrir
sig. Til eru einnig öflugir flokkar flökku- og hernaðarmaura,
sem lifa á ránum og ráðast á sérhverja lifandi veru, sem
á vegi þeirra verður, og reka jafnvel menn og fíla á flótta.
Maurar gera hús sín úr mold, steinum, tré, pappír eða
blöðum. Við gerum oklcur kjallara í jörðu, við bökum tígul-
leir, við byggjum úr steini og tré, og veggina fóðrum við með
pappír. í heitu löndunum þelcja menn stundum hús sín með
laufblöðum.
Hinir örsmáu Faraó-maurar gera sig stundum heima-
komna í húsum manna. Þeir klifra um borð í skip í Egypta-
landi og ferðast um allan heim. Loftið í upphituðu húsun-
um okkar er svo heitt, að það samsvarar hitabeltisloftslag-
inu, er þeir eiga að venjast, og þeir bera sig líka eftir björg-
inni í matarskápunum okkar. Það er eklci gaman að finna
stóra, svarta trjámaura í húsi sínu. Þeir gætu grafið göng
í gegnum þiljurnar, og það er mjög skaðlegt. Oftast nota
þeir gamla, fúna trjáboli til þess að gera hreiður sín í.
Ef gengið er út í hagann og velt við nokkrum stórum
steinum, rekst maður oft á mauraborg. Má þá sjá maura,
sem safna fæðu handa sér og öllum hinum líka og annast
maurabörnin. Það má líka sjá eitthvað af krökkunum,
sennilega ekki alla, því að sumir eru hafðir í herbergjum
lengra niðri í jörðinni. Maurabörnin skipta þrisvar sinnum
um ham í uppvexti sínum. Fyrst éru þau örsmá, hvít egg.