Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 63
61
Þeir gefa sig eklcert að honum. Hann er feginn því. Nú
er hann viss um það, að hann er á réttri leið. Svo er hann
kominn að flugvellinum.
Hann tekur upp passann sinn, þessa nýstárlegu tvíblöðu,
sem hann hefur aldrei komizt í kynni við fyrri. Ekki þurftu
menn að sýna passa, þegar þeir fóru í vinnuna heima. Svo
hefur heldur ekki gengið þrautalaust fyrir Halldór að út-
vega þennan passa. Fyrst þurfti hann að láta taka af sér
tvær myndir. Það lét hann gera með hjálp Omars Dúason-
ar. Og nú heldur hann þessum passa í hendi sinni dauða-
haldi eins og öll velferð hans sé undir því komin, að hann
týni ekki passanum.
Hann veit ósköp vel, hvað það getur kostað hann að
týna honum. Það hafa strákar sagt honum í fyllstu alvöru,
að glati hann þessum dýrgrip geti farið svo, að hann kom-
ist elcki í vinnuna oftar, ekki einu sinni til þess að sækja
peningana sína fyrir það, sem hann kynni að vera búinn að
púla, hversu miklir, sem þeir kynnu að vera, — eða, ef hann
týni honum inni á flugvellinum, fái hann aldrei að komast
út þaðan aftur, að minnsta kosti ekki fyrr en stríðið sé á
enda; þar að' auki yrði hann álitinn njósnari fyrir Þjóðverja,
sem lent hefði á flugvellinum með dularfullum hætti, og
yrði því farið með hann sem slíkan, hann yrði pyntaður
óheyrilega til sagna um bækistöðvar nazista á meginland-
mu og í Grænlandi, og hver veit hvað.
Nú reynir pilturinn að hafa sem bezt gát á passanum.
Það er varla, að hann þori að sleppa honum við varðmann-
mn. Ef varðmaðurinn léti hann nú ekki fá passann aftur,
hvað þá?
Stundum, þegar hann var barn, snerti hann á verkfærum
og dundaði sér til skemmtunar með áhöld mannanna, sem
unnu skammt þar frá sem hann lék sér. Síðan hefur hann
varla snert á nokkru slíku. Hann hefur aldrei verið álitinn