Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 71
69
uð þér berja að dyrum öruggur og ókvíðinn. Og farið þér nú
í friði, og fylgi yður drottinn“.
Og ég gekk og gekk; en ég ætla ekki að lýsa því, hvernig
vegurinn var. Það fer hryllingur um mig, þegar ég hugsa til
þess; það var örmjór stígur, fullur af þymum og hvæsandi
höggormum til beggja handa, beina leið að silfurportinu.
Ég barði undir eins að dyrum.
j.Hver er þar?“ — var kallað með hásum róm.
jjPresturinn á Bunuvöllum“.
»Presturinn á. .. . ?“
„A Bunuvöllum!“
»Ó, forlátið' þér; gerið þér svo vel að ganga inn“.
Þar sat stór engill, fríður sýnum með vængi dökkva sem
nótt; en kyrtill hans ljómaði allur eins og sól í heiði, og við
belti honum héklc demantslykill; hann var að skrifa í
bók, sem var ennþá stærri en bók sankti Péturs.
„Þú hinn fagri guðs engill, mér þætti vænt um að fá að
vita, ef það er ekki of fruntalegt af mér að spyrja um það,
hvort hérna er ekki neitt fólk frá Bunuvöllum?“
„Bu ... Bu ...?“
„Bunuvöllum, fólk frá Bunuvöllum; ég er sem sé prestur
þar“.
„Ó, það er bróðir séra Marteinn; eða er ekki svo?“
„Jú, það er ég, herra engill“.
„Það var alltsvo frá Bunuvöllum ...“
Og engillinn fór að fletta hinni stóru bók og vætti fing-
l|rinn í munnvatni sínu, til þess að það gengi fljótara.
j,Bunuvellir!“ mælti hann og stundi við. „Bróðir séra
Marteinn; það er ekki nokkur sál frá Bunuvöllum í hreins-
unareldinum“.
„Drottinn minn! Heilaga guðsmóðir, og þú heilagi Jós-
eppur! Er enginn frá Bunuvöllum í hreinsunareldinum?
En, í hamingjubænum! Hvar eru þeir þá?“