Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 32
30
„Og að hugsa sér, að hann fékk fallegustu rósina mína“,
hrópaði hvíta rósatréð. „Prinsessan fékk hana hjá mér sjálf
í afmælisgjöf í morgun, og nú hefur hann stolið henni frá
henni“. Og rósatréð æpti á eftir dvergnum: „Þjófur, þjófur,
þjófur“.
Jafnvel rauðu begóníurnar, sem voru annars ekkert
montnar og áttu fjöldann allan af ótignum ættingjum,
luktu blöðum sínum, er þær sáu hann, og þegar fjólurnar
reyndu af veikum mætti að taka málstað hans og sögðu, að
þótt hann væri svona sérstaklega ófríður, þá gæti hann ekki
að því gert, svöruðu þær, eins og reyndar rétt var, að það
væri einmitt aðalgallinn á honum, og hvers vegna ætti mað-
ur að vera að dást að einhverju, sem væri alveg ólæknandi.
Enda fannst mörgum af fjólunum dvergurinn láta alltof
mikið bera á ófríðleik sínum, það hefði verið miklu smekk-
legra hjá honum að vera hryggur í bragði eða að minnsta
kosti hugsi, í stað þess að hoppa svona galsafenginn og
fetta sig og bretta.
Og hvað sólúrið snerti, sem var mjög merk persóna og
hafði einu sinni sagt hvorki meira né minna en Karli keis-
ara fimmta, hvað klukkan væri, þá stórhneykslaðist það
svo á útliti dvergsins, að liinn langi skuggafingur þess sýndi
rangan tíma, svo um munaði heilum 2 mínútum, og gat
ekki stillt sig um að segja við stóra hvíta páfuglinn, sem var
að spóka sig á svölunum, að allir vissu, að börn konunga
væru konungar, og að börn viðarkolamanna væru viðar-
kolamenn, og það væri hlægilegt að láta sem svo væri ekki.
Og páfuglinn var algjörlega á sama máli og gargaði: „Já,
vissulega, vissulega“, svo hásri röddu, að gullfiskarnir, sem
bjuggu í gosbrunninum, skutu höfðunum upp úr vatninu og
spurðu steinlikneskin á gosbrunninum, hvað í ósköpunum
gengi á.
En einhvern veginn var það svo, að fuglunum geðjaðist