Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 73
71
Ég var allur í einu kófi af angist og kvíða, og þó var ég
jafnframt eins og gagntekinn af nístingskulda. Hárin risu
á höfði mér. Ég fann einhverja undarlega sviðalykt; það
var líkast því, þegar hann Magnús gamli hérna Moldu-
hlunkur, sem kallaður er, sem járnar hér flesta hesta, rekur
skeifurnar glóandi undir fæturna á þeim, svo hófurinn sviðn-
ar, til þess að þurfa ekki að tálga hann. Svo var loftið daun-
illt og banvænt, að ég ætlaði alveg að missa andann, og
heyiði ég þau skelfilegu óp og köll og þess í milli hræðilegar
stunur, ýlfur og kvein og blót og ragn og formælingar.
„Nú, ætlarðu inn eða ætlarðu ekki“, segir svo hornóttur
ári einn við mig og leggur til mín fork, sem hann hélt á í
hendinni.
,JIg ... ég ætla ekki inn; ég er guðs vinur“.
„Sértu guðs vinur, hvaða erindi áttu þá hér, kláðagimbill-
inn þinn“, svo sem hann kvað á; þið farið líklega nærri um,
hvað orðbragðið muni hafa verið þokkalegt.
„Ég ætlaði ... ég get varla fengið mig til að stynja því
upp. Ég ætlaði . . . ég ætlaði ... bara að spyrja í auðmýkt
um, hvort ekki væri hér ... staddir — rétt af tilviljun — ...
einhverjir frá Bunuvöllum?“
„O, heyr á endemi, b. . . . þöngulhausinn þinn; eins og þú
vitir ekki, að öll þvagan frá Bunuvöllum er hérna: líttu á,
déskotans brúnklukkan þín; berðu þig að flenna í sundur á
þér glyrnuskammirnar, og þá muntu sjá, hvemig við hand-
térum þá, Bunuvallagemlingana þína“.
Og í miðjum loganum, þessu litla flæmi eða hitt þó held-
ur, sá ég fyrst hann Sigurð gamla sótbelg, sem kallaður var
—- þið munið öll eftir honum? — hann, sem drakk sig full-
an annan hvorn dag og barði konuna sma eins og fisk; og
skammt frá honum hana Imbu fálu, sem aldrei hugsaði um
annað en að halda sér til og vildi helzt vera öllum stund-
um hjá karlmönnunum. Þið munið víst eftir henni? Og ég
sá hann Þórð súrt mjör, sem stal smjörbelgnum frá hon-