Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 82
80
og fura teygðu sig hátt til himins, og öðrum megin við veg-
inn okkar klöngraðist fjallalækurinn með talsverðum há-
vaða yfir grjót og urð á leið sinni til þorpsins. Víða hafði
skógurinn verið högginn og trjástofnunum hlaðið í stafla,
á meðan þeir biðu flutninga til byggða. I einu rjóðrinu rák-
umst við á hóp af steingeitum á beit. Loftið var tært og
ilmandi af barri.
Við gengum rösklega, því að enn var morgunninn sval-
ur, sólin ekki komin upp fyrir fjallatindana. Ekki leið á
löngu áður en við vorum komin þar að, sem fossinn steypt-
ist niður, og úr því fór vegurinn að verða brattari og erfið-
ari. En eftir því sem hærra dró og skógurinn þynntist, opn-
aðist útsýnið fyrir okkur: skógiklæddar fjallahlíðar, háir
tindar, alltaf fleiri og fleiri, og langt fyrir neðan sást þorpið
okkar, umkringt af grænum túnum bændanna. Við námum
staðar öðru hverju, önduðum að okkur heilnæmu fjalla-
loftinu og létum augun hvarfla um hið stórkostlega um-
hverfi.
Þessi fyrsti spölur var brattastur af leiðinni, sem við átt-
um fyrir höndum. Er við vorum komin drjúgan spöl upp fyr-
ir fossinn, komum við á hægt aflíðandi graslendi með ein-
staka tré á stangli. Þar mættum við gömlum hirði með hóp
af beljum á undan sér. Það glumdi í bjöllunum, sem hengd-
ar höfðu verið um háls kúnna, og rann þessi skæri bjöllu-
hljómur saman við niðinn í fjallalækjunum, sem allsstaðar
skoppuðu niður eftir hlíðunum, og myndaði samhljóm,
sem er svo sérkennilegur í Alpafjöllum fyrir neðan gróður-
lausa, tignarlega liátindana.
Fyrsti áfangastaður okkar var Obstansersee-skálinn,
vistlegur fjallaskáli, þar sem við ætluðum að fá okkur ein-
hverja hressingu. Hann kom brátt í ljós, lítill og dökkur,
rétt við vatnsbrúnina á dimmu, spegilsléttu Obstansvatn-
inu. Við settumst snöggvast á bekki fyrir utan skálann og
horfðum á hrikalegt umhverfið. Við vorum komin upp