Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 53
Wilírid S. Bronson:
Athugun á maurum
Kafli þessi er tekinn úr bókinni „Töfraheimur mauranna“, er Guðrún Guð-
nnmdsdóttir hefur þýtt. — Þó að nmurar séu óþekktir hér á landi, kann
mörgum að þykja fróðlegt að heyra um lifnaðarhætti þessara einkennilegu,
vúmusömu skordýra.
Þegar ég var strákur, langaði mig til Afríku, til þess að
sjá villidýr og svarta villimenn, sem hafast við í frum-
skógunum. Auðvitað gat ég ekki farið, en ég gat látizt vera
þar. Fyrst ég komst ekki til Afríku, fór ég út í hagann og
lagðist kylliflatur á jörðina með nefið niðri í grasinu og
starði ofan í stráin og arfann. Eg var ekki drengur, sem var
að athuga maura, heldur landkönnuður. Maurarnir voru
naktir villimenn í víðáttumiklum, voldugum frumskógi.
Stundum sá ég þá ganga í lest í löngum, einföldum röðum,
og allir báru þeir dýrmætar byrðar. Einhver ættbálkurinn
var að flytja sig á nýjan aðseturstað. Eg heimsótti þorpin
þeirra og fór með þeim í veiðiferðir. Júníþefflugan varð
að fíl og grasmaðkurinn breyttist í ógurlega slöngu. Grýllinn
varð að antilópu, sem brauzt í gegnum lágskóginn, en engi-
sprettur, er klifruðu á grasstráunum, voru górilluapar í
bambusviði.
Það er fjarska gaman að virða fyrir sér maura, jafnvel án
þess að látast nokkuð. Maurarnir eru afar merkileg skor-
dýr. Vísindamenn hafa lengi rannsakað hætti þeirra og
fundið að minnsta kosti átta þúsund mismunandi tegundir
maura. Þeir eru algengir í flestum löndum heims, og lifnað-
arhættir þeirra og útlit er mismunandi eins og þjóðanna,
sem löndin byggja. Maurarnir skiptast líka í þjóðir, og því
er nú miður, að þeir herja stundum hverir á aðra, eins og
mennirnir gera. Stundum vilja tvær mauraþjóðir endilega
4*