Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 42
40
En dvergurinn litli leit ekki einu sinni upp. Ekkinn varð
daufari og daufari. Skyndilega tók hann andköf og greip
höndum um síðuna. Svo hneig hann niður og lá grafkyrr.
„Þetta var ágætt hjá þér“, sagði kóngsdóttirin, „en nú
verðux-ðu að dansa fyrir mig!“
„Já“, hrópuðu öll börnin, „nú verður þú að standa upp
og dansa, því að þú ert eins duglegur og aparnir frá Bar-
baríu og miklu hlægilegri!“
En litli dvergurinn svaraði alls ekki.
Kóngsdóttirin stappaði niður fætinum og kallaði til föð-
urbróður síns, sem var á gangi á svölunum ásamt kanslaran-
um. Voru þeir að lesa bréf, sem nýkomin voru frá Mexíkó,
en þar hafði heilög kirkja nýlega verið stofnsett. „Dvergur-
irm minn litli er með ólund“, hrópaði hún, „þú verður að
vekja hann og skipa honum að dansa fyrir mig“.
Þeir brostu og löbbuðu inn, og Don Pedro beygði sig yf-
ir dverginn og sló á vanga hans með ísaumuðum glófa sín-
um. „Þú verður að dansa, ófreskja litla, þú verður að
dansa. Kóngsdóttirin, ríkiserfíngi Spcnar og Indíalanda,
vill láta skemmta sér“.
En dvergurinn litli hreyfði sig hvergi.
„Það verður að sækja hýðingarmeistarann“, sagði Don
Pedro þreytulega og gekk út á svalirnar. En kanslarinn varð
alvarlegur á svip, kraup niður við hlið dvergsins litla og lagði
höndina á hjarta hans. Og að nokkrum augnablikum liðn-
um yppti hann öxlum og stóð upp, hneigði sig djúpt fyrir
kóngsdótturinni og sagði:
„Fagra kóngsdóttir, litli, skrítni dvergurinn yðar mun
aldrei dansa framar. Það er leitt, því að' hann er svo herfilega
Ijótur, að ef til vill hefði hann komið konunginum til þess að
brosa“.
„En hvers vegna mun hann aldrei framar dansa?“ sagði
kóngsdóttirin brosandi.