Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 41
39
líka á rós, og hvert blað var eins og á rósinni hans. Hún
kyssti hana sams konar kossi og hann og þrýsti henni að
hjax-ta sér með afkáralegum hreyfingum.
Þegar sannleikurinn rann loksins upp fyrir honum, rak
hann upp ægilegt örvæntingarvein og féll hágrátandi niður
á gólfið. Svo að það var þá hann sjálfur, sem var vanskap-
aður krypplingur, hryllilegur og ófreskjulegur á að líta.
Ófreskjan var haim sjálfur. Það var að honum, sem börnin
höfðu verið að hlæja, og kóngsdóttirin litla, sem harrn hélt
að þætti svo vænt urn hann, hún hafði líka verið að skopast
að því, hve Ijótur hann var og hlæja að kræklóttum fót-
ieggjunum hans. Ó, hvers vegna höfðu þeir ekki leyft honum
að vera í friði í skóginum, þar sem engir speglar voru til
þess að segja honum, hve ljótur hann var? Hvers vegna hafði
faðir hans ekki stytt honum aldur, heldur en að láta hann
lifa það að uppgötva smán sína? Heit tárin streymdu niður
kinnar hans, og hann reif hvítu rósina í tætlur. Ófreskjan
gerði hið sama og dreifði í kingum sig rósablöðunum. Hún
há þarna á gólfinu og engdist af kvöl, og þegar hann leit
á hana, horfði hún á hann sorgþrungnu augnaráði. Hann
treysti sér ekki að mæta þessu augnaráði og skreið burt og
huldi andlitið í höndum sér. Hann skreið eins og helsært
dýr út í horn og lá þar og stundi þungan.
I sama bili kom kóngsdóttirin og fylgdarlið hennar inn um
opnar dyrnar, og þegar þau sáu litla, ljóta dverginn liggja
á gólfinu og berja með krepptum hnefunum í gólfið á fárán-
legasta hátt, ráku þau upp skellihlátur af ánægju og stóðu
í kringum hann og virtu hann fyrir sér.
„Það var hlægilegt að sjá hann dansa“, sagði kóngsdóttir-
in, „en það er alveg framúrskarandi hlægilegt að hjá hann
leika. Hann er næstum því eins góður leikari og brúðurnar,
en hann er auðvitað ekki nærri því eins eðlilegur“. Svo
veifaði hún blævæng sínum og klappaði fyrir honum.