Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 104
102
verið sett á land til að ráðast á Breta, og sótti fram ein-
mitt í þeim sama skógi, sem Imogen var að ferðast um. Með
þessu herliði var Posthúmus.
Þó Posthúmus kæmi með rómverska hernum, ætlaði hann
ekki að berjast með honum, heldur ganga í lið með þeim
konungi, er liafði gert hann útlægan.
Hann áleit ennþá, að Imógen hefði verið sér ótrygg. Þó
hafði dauði hennar, sem skipun hans sjálfs hafði komið til
leiðar (því Písaníó hafði skrifað honum og sagt, að hann
hefði hlýðnazt skipun hans og að ímógen væri dáin), feng-
ið svo á hann, að hann kom til Bretlands aftur til þess ann-
aðhvort að falla í orustunni eð'a láta Cymbeline drepa sig
fyrir að koma heim úr útlegðinni.
Aður en Imógen komst til Milford Haven, var hún tekin
höndum af rómverska hernum, og vegna útlits síns og hegð-
unar var hún gerð að skjaldsveini hins rómverska hers-
höfðingja, Lúsíusar.
Her Cymbeline sótti nú líka fram til að mæta óvinunum.
Þegar hann kom í skóginn, gengu Polydore og Cadwal í lið
konungs. Ungu mennirnir voru sólgnir í að vinna sér frægð
og frama, þó þeir vissu ekki, að þeir væru að berjast fyrir
konunglegan föður sinn; og Belaríus gamli fór með þeim í
stríðið. Hann hafði fyrir löngu iðrazt þess að hafa numið
syni Cymbeline á brott, og þar sem hann hafði verið her-
maður í æsku, gekk hann með gleði í bardaga með þeim
konungi, sem hann hafði beitt svona miklum órétti.
Hófst nú mikil orusta milli þessara tveggja herja, og Bret-
ar hefðu verið yfirunnir og Cymbeline drepinn, hefðú þeir
ekki notið hinnar frábærilegu hreysti Posthúmusar, Belar-
íusar og sona Cymbelines. Þeir komu konunginum undan,
björguðu lífi hans og breyttu svo algjörlega gangi orust-
unnar, að Bretar báru sigur úr býtum. Þegar bardaganum
var lokið, gaf Posthúmus sig fram við einn af liðsforingjum