Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 68
66
Bóas lítur til piltsins, síðan af honum aftur, og til liliðar.
— Af hverju ég trúði því ekki? — Ég veit nú varla, hvað
skal segja.
— Það er sjálfsagt ótrúlegt, að ég skuli geta haft mig upp
í það að vinna, segir Halldór Óskar Magnússon og verður
lágvær eins og hann tali við sjálfan sig.
Bóas horfir til hans, án þess að hann verði þess var.
— Nei, alls ekki það, Dóri minn.
— Ég veit mér leiðist að vera í þessu. Ég er ekki vanur
þessu. Ég hugsa líka, að ég verði þarna ekki alltaf.
— Alltaf? — Það veit maður svosem, anzar krypplingur-
inn og reynir að hlæja. Þú verður þarna ekki lengur en
þangað til skólinn byrjar aftur, og þarft auðvitað ekki að
vera svo lengi.
Pilturinn segir ofur lágt eitthvað til samþykkis. Síðan
leggur hann það til, að þeir fari í matinn, og þeir fara.
Lengi eiga þessi orð krypplingsins eftir að sitja í minni
Halldórs:
— Ég trúði því ekki, að þú værir að fara að vinna.
Stundum finnst honum það merkilegt, að einstaka setn-
ingar þvælast gjama fyrir honum, jafnvel einstaka orð, sem
einhverjir hafa sagt um hann endur fyrir löngu, kannske í
meiningarleysi, að minnsta kosti vonar hann það, að ekki
hafi alltaf legið alvara á bak við sum þeirra. Þannig man
hann setningar, sem hann heyrði Valda gamla í Bænum
segja vorið sem hann fermdist. Þá kom gamli maðurinn að
máli við Magnús föður hans. Drengurinn man það enn,
sem hann sagði, það sem gamli maðurinn sló föstu, hvernig
hann spurði, man einnig þögn föður síns, þögn, sem Hall-
dóri fannst þá verri en þótt hann hefði tekið undir ineð
Valda gamla og verið honum sammála.
Og nú vill vinur hans Bóas Hjörleifsson ekki trúa því, að
hann vilji vinna.