Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 105
103
Cymbelines, reiðubúinn að þola dauðahegningu þá, sem við
lá, ef hann kæmi heim úr útlegðinni.
Tmógen og húsbóndi hennar voru tekin höndum og leidd
fram fyrir Cymbeline, svo var einnig hinn forni óvinur heim-
ar lachímo, sem var liðsforingi í rómverska hernum. Og á
meðan þessir fangar voru frammi fyrir Cymbeline, var einn-
ig komið með Posthúmus sem átti að heyra dauðadóm sinn.
Og svo einkennilega vildi til, að á þessari stundu voru
Belaríus, Polydore og Cadwal einnig leiddir fyrir konung til
að þiggja verðskulduð laun fyrir hreysti sína og frækilega
frammistöðu. Písaníó, sem var hirðmaður konungs, var
einnig viðstaddur.
Nú stóðu því frammi fvrir konungi Posthúmus og ímóg-
en með yfirboðara sínum, rómverska hershöfðingjanum,
hinn trygglyndi þjónn Písaníó, og hinn fláráði vinur Tachí-
mó. Sömuleiðis hinir tveir týndu synir Cymbelines og Bel-
aríus, sem hafði numið þá brott.
Rómverski hershöfðinginn tók fyrstur til máls. Hinir
stóðu kyrrir fyrir framan konunginn, og var mörgum þeirra
þungt um hjartarætur.
ímógen sá Posthúmus og þekkti hann, þótt hann væri
klæddur eins og bóndi, en hann þekkti hana ekki í karl-
mannsfötunum. Hún þekkti líka lachímó, og hún sá á
fingri hans hring, sem hún kannaðist við, en hún vissi ekki
þá, að hann væri upphafsmaður að öllum erfiðleikum henn-
ar. Og nú stóð hún frammi fyrir föður sínum, eins og stríðs-
fangi!
Písaníó þekkti fmógen, því það var hann sem hafði út-
vegað henni drengjafötin. „Þetta er húsmóðir mín“, hugs-
aði hann, „úr því hún er á lífi, kvíði ég engu um framtíðina“.
Belaríus þekkti hana líka og sagði lágt við Cadwal: „Er ekki
búið að vekja þennan dreng upp frá dauðum?“
„Eitt sandkorn getur ekki líkzt öðru meir en þessi elsku-