Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 83
81
fyrir skógana og gróðurbeltið. — Allt í kring gnæfðu tindar
upp úr grýttum auðnum. Og fyrir framan okkur breiddist
vatnið, spegilslétt og dimmt, eins og auga, sem starði úr
auðninni.
Inni í skálanum tókum við upp nestið okkar og fengum
oklcur heita súpu með því. Þarna var líf og fjör. Loftið
kvað við af Tirolarmállýzku og öðrum mállýzkum — þar
var sægur af ferðafólki á leið um stórkostleg fjalllendi
Alpanna.
Við höfðum skamma viðdvöl — við vildum flýta oklcur
áfram, og lögðum hress og endurnærð af stað aftur. Við
gengum lengi meðfram vatninu og dálítið upp fyrir það,
og að lokum hvarf það okkur eins og dökkur blettur í grá-
gulu landslaginu.
„Hafið þið séð skotgrafir?“ kallaði Fritz allt í einu til
okkar. Hann hafði tekið sprett og gengið spölkorn fram
fyrir okkur.
Nei, skotgrafir höfðum við íslendingarnir auðvitað ekki
séð. Við vorum komin á stað, þar sem Austurríkismenn
höfðu hafzt við í fyrra heimsstríðinu, 1914—18, að suð-
urvíglínunum, þar sem þeir höfðu varizt gegn Itölum. Þarna
voru gamlar skotgrafir, að mestu hrundar saman, en á stöku
stað var hægt að fara niður í þær og reyna að gera sér í
hugarlund, hvernig þar hafði verið fyrir um tuttugu árum,
þegar hermenn höfðust þar við í bardaga við aðra hermenn.
Það var undarlegt að hugsa sér, að þarna í friðsælum,
fögrum fjöllunum höfðu hljóð stríðs og ógna kveðið við.
Skammt frá var lítill hermannakirkjugarður, lítið, umgirt
svæði með nokkrum litlum trékrossum, er báru nöfn þeirra
hermanna, sem höfðu látið líf sitt á þessum slóðum „í bar-
áttunni fyrir föðurlandið“.
Við þurftum ekki að fara hærra úr þessu, leiðin lá nú um
fjallahryggi og skörð, og útsýnið var stórkostlegt. Til beggja
handa gnæfðu háir, hrikalegir tindar við himin, hver við
Vmjn ísland 6