Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 78
76
Fimmtudaginn 5. sept. fluttum við tveir út á Boson, sem
er íþróttastofnun sænska ríkisins rétt fyrir utan Stockhohn,
en þar áttum við að búa ásamt þeim frá hinum Norður-
Jöndunum, sem áttu að keppa á þessu móti gegn Svíunum.
Mótið stóð yfir í 3 daga og hófst Jaugardaginn 7. sept
Ahorfcndur voru um 20 þúsund á hverjum degi, og var
mótið, eins og Svíarnir sögðu, mesta íþróttakeppni á Norð-
urlöndum síðan Olympíuleikarnir voru haldnir á sama velli
árið 1812. Átti það líka að vera eins konar undirbúnings-
keppni Norðurlandanna undir Olympíuleikana í London
1948. Eg ætla elcki að lýsa hér úrslitunum í hinum einstöku
íþróttagreinum, en ég get ekki annað sagt en, að ein hátíð-
iegasta stund, sem ég hef Jifað, var síðasta kvöld þessa móts,
þegar því lauk og hinir 20 000 áhorfendur sungu sænska
þjóðsönginn, á meðan hinn fagri Olympíuvöllur var upp-
lýstur af ótal Jjóskösturum. Þeirri stund gleymi ég aldrel.
Þetta sama kvöld var okkur öllum boðið í mikla veizlu,
að lokinni keppni. Þar voru afhent ýms aukaverðlaun fyrir
afrek, unnin á mótinu. Daginn eftir fóru nokkrir af okkur
norður til Östersund, til þess að keppa, en árangurinn varð
ekki mjög góður, sökum óhagstæðra veðurskilvrða. Næsta
keppni okkar var á Stockholm Stadion, 12. september.
Laugardaginn 14. sept. háðum við fyrri félagakeppni okk-
ar í Svíþjóð, en það var við Skurn-Idrottsklub. Keppni
þessa unnum við með 39 stigum gegn 35. Skurn fékk „lán-
aða“ 4 utanfélagsmenn til að keppa, en það dugði ekki til.
Þá daga, sem við vorum ekki að keppa, fórum við niður í
bæinn til þess að skoða í sýningarglugga verzlananna. Það
var skemmtilegt að ganga eftir Kungsgatan á þeim tíma
dagsins, sem mest var um að vera. Þarna fæst allt, sem hægt
er að hugsa sér að kaupa fyrir peninga. Á kvöldin fórum við
eitthvað út að skemmta okkur, þegar við komum því við.
Við fórum oft í Tivoli, en þar var þá fræg „rumba“-hljóm-