Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 19
17
Að byggja snjóborgir er skemmtilegt, og ekki síður
skemmtilegt að búa í þeim.
Flestir halda að mikinn lærdóm þurfi til að byggja slík
hús, — sem Eskimóar kenndu okkur að nota. — Þetta er
alrangt. Fáið ykkur leiðarvísi (Útilíf, Bókaútgáfa Guðjóns
O. Guðjónssonar), og byrjið. Þótt fyrsta tilraun verði óburð-
ug! — það gerir ekkert til, byrjið aftur. Næsta snjóborg
verður betri!
Þegar við unglingar heima í Mið'dal fundum hæfilegan
skafl, þá grófum við í hann snjóhús, einfalt og þokkalegt,
gerðum setstokka meðfram veggjum, breiddum á þá garf-
aðar sauðargærur, smíðuðum borð og hillur úr snjósköfum
og fluttum svo í „húsið“ með dót okkar, lékum svo „útilegu-
menn“ og fórum í risaleik. — Þetta var góð skemmtun og
viðburðarík.
Við tókum upp leika á ís eins og forfeðurnir — vitanlega
afar friðsamlega. — Ungmenni af nálægum bæjum mæltu
sér mót á einhverri tjörn eða vatni með skauta eða skíði.
Háðum við svo keppni og ýmsa leiki.
Mesta lán okkar var, að L. H. Muller skíðakappi — sá,
sem síðar fór með þrem félögum um Sprengisand á skíð-
um, — þjálfaði okkur á skíðum og skautum.
Hann var tíður gestur í Miðdal um helgar og hafði gam-
an af að kenna. Má telja hann föður íslenzkra vetraríþrótta,
eins og þær eru iðkaðar á nútímavísu.
Þeir, sem ekki læra að nota skíði og skauta í æsku, vita
lítið um dásemdir vetrarins og fara á mis við þann unað,
sem þessar heillandi íþróttir veita.
Reynið að eignast sæmileg tæki, sérstaklega þarf að
vanda til fótaútbúnaðar og bindinga. Enginn ætti að
kaupa járnskauta, ef stálskautar eru fáanlegir. Ekki ask-
skíði ef Hickory er fáanlegt, einungis það bezta er nógu
gott.
Ef þið, á unga aldri, lærið hina hvítu íþrótt — íþrótt
Vngn Island 2