Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 28
26
ir framan háaltari Maríu meyjar og henni til heiðurs. Meira
að segja hafði enginn af konungsfjölskyldu Spánar komið
inn í hina miklu dómkirkju í Saragossa síðan brjálaður
prestur, sem margir álitu að hefði verið í þjónustu Elísa-
betar Englandsdrottningar, hafði reynt að gefa prinsinum
af Asturíu eitraða oblátu. Hún hafði því aðeins heyrt
talað um „Dans Maríu rneyjar" eins og hann var kallaður,
og það var sannarlcga fögur sjón. Drengirnir voru klæddir
hvítum flauelsfötum, eins og þau höfð'u tíðkazt við hirðina
áður fyrr — þríhyrndir hattar þeirra voru bryddir silfri og
skreyttir stórum strútsfjöðrum; og skjannahvítir búning-
arnir og sólbrennd andlitin og hinn dökki háralitur drengj-
anna mynduðu fagra og áhrifamikla litasamstæðu. Áliorf-
endurnir hrifust og mjög af því, hversu hreyfingar þeirra í
þessum vandasama dansi voru fullar alvöru og með tignar-
legum yndisþokka. Og þegar þau höfðu lokið dansinum og
tekið fjaðrahatta sína djúpt ofan fyrir kóngdótturinni, þalck-
aði hún þeim mjög vingjarnlega og hét því, að hún skyldi
senda stórt kerti á altari hinnar heilögu Maríu Dal Pilar-
kirkjunnar í þakklætisskyni fyrir ánægjuna, sem hún hafði
haft af dansinum.
Nú kom inn á leiksviðið hópur fríðra Egypta, — en svo
voru sígaunar kallaðir í þá daga. Þeir settust niður í hring
með krosslagða fætur og byrjuðu að leika þýðlega á zítar-
hljóðfæri sín, sveigðu líkamana eftir hljóðfallinu og rauluðu
þunglyndislegt lag fyrir munni sér. Þegar þeir komu auga
á Don Pedro, litu þeir illilega til hans og sumir óttaslegnir,
því að nokkrum vikum áður hafði hann látið hengja tvo
menn úr ættflokki þeirra á torginu í Sevilla, fyrir galdra, —
en fegurð litlu kóngsdótturinnar og skærblá augu hennar,
sem gægðust fram undan blævængnum, hreif þá svo, að
þeir þóttust sannfærðir um, að eins yndisleg og fögur
vera og hún mundi aldrei geta sýnt neinum manni
grimmd. Svona léku þeir drykklanga stund, snertu zítar-