Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 76
74
Okkur var sagt, að við ættum að búa á eyju í Oslofirði,
sem heitir Kjeholmen, en þegar við höfðum verið á eyjunni
einn dag, breyttum við nafninu og kölluðum hana „Para-
dísareyjuna“. Norska frjálsíþróttasambandið hafði leigt
þessa eyju lianda okkur Islendingunum. Sérstakur fulltrúi
úr stjórn sambandsins var látinn búa þar með okkur til þess
að sjá um, að okkur vanhagaði ekki um neitt. Aulc þess
höfðum við sérstakan ferjumann, sem flutti okkur til og frá
eyjunni, þegar við þurftum á því að halda. Ferjumaður
þessi hét Ludvig, og svo hlynntur varð hann olckur strák-
unum, að hann næstum því tárfelldi, þegar við kvöddum
hann. Sendiherra íslands í Oslo, Gísli Sveinsson, sýndi okk-
ur þann heiður að koma í heimsókn, ásamt konu sinni, til
okkar strákanna út í Paradísareyjuna. Næst-síðasta kvöld-
ið, sem við vorum í Oslo, bauð hann okkur að aflokinni
keppni til veizlu á Grand Hotel.
Veðrið var, eins og ég hef áður sagt, mjög gott þessa daga,
sólskin og logn, og hitinn oft milli 30 til 40 stig í skugga. Við
máttum því ekki vera mikið úti í sólinni né stunda sjóinn
nema mjög takmarkað, vegna keppninnar, sem fram undan
var. Af sömu ástæðu fékk hópurinn ekki að fara nema
tvisvar inn í Osló.
Eitt kvöldið var okkur boðið í sjóferð um Oslofjörð. Með-
al annars sigldum við rétt fram hjá sumarbústað hinnar
heimsfrægu norsku skautadrottningar, Sonju Henie. Lud-
vig ferjumaður sagði okkur, að hún hefði dvalið þarna síð-
ustu tvo mánuðina, en væri farin til Ameríku fyrir tveim
dögum. Annars hefðum við vafalaust farið og heimsótt hana!
Við kepptum í Oslo miðvilcudaginn 27. og fimmtudaginn
28. ágúst. Meðal þátttakenda voru nokkrir beztu frjáls-
íþróttamenn Bandaríkjanna, og þar á meðal hinn heims-
frægi spretthlaupari og grindahlaupari, negrinn Harrison
Dillard, og Fortune A. Gordien, sem nú er talinn bezti
kringlukastari heimsins. Þrátt fyrir þessar „stjörnur“ sögðu