Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 98
96
tók það af sér og gaf mér það og sagði um leið, að sér liefði
einu sinni verið það dýrmætt!“ — Að síðustu lýsti hann
fæðingarblettinum, sem hann hafði tekið eftir á hálsi Imóg-
enar.
Posthúmus, sem hafði hlustað á þessa tilbúnu frásögn í
mildum efa og sálarkvölum, gat nú ekki stillt sig og hróp-
aði upp ástríðufullar ásakanir á hendur Imógen. Hann
fékk Iachímó demantshringinn, sem hann hafði samþykkt
að láta af hendi við hann, ef hann fengi armbandið frá
Imógen.
Yfirkominn af reiði og afbrýðisemi skrifaði Posthúmus
Pisanió, sem var einn af hirðmönnum Imógenar og hafði
lengi verið einn af tryggustu vinum Posthúmusar. Eftir að
hafa sagt honum, hvaða sannanir hann hefði um ótryggð
konu sinnar, bað hann Pisaníó að fara með Imógen til
Milford Haven, sem var hafnarborg í Wales, og drepa hana
þar. Um leið skrifaði hann smjaðurslegt. bréf til Imógenar,
þar sem hann lét þá ósk í ljós, að hún færi með Písaníó;
honum fyndist hann ekki geta lifað án þess að sjá hana, og
þar sem dauðarefsing við lægi, ef hann kæmi til Bretlands,
þá bað hann hana að hitta sig á þessum stað. Hún, sem var
góð kona og laus við alla tortryggni og elskaði mann sinn
framar öllu öðru, hraðaði undirbúningi brottfararinnar með
Písaníó, og jafnskjótt og þau voru ferðbúin, fóru þau af
stað.
Þegar ferðin var næstum á enda, tilkynnti Pisaníó Imógen
hinar grimmilegu skipanir, sem hann hafði fengið, því að
þótt hann væri einlægur vinur Posthúmusar og honum
tryggur, þá gat hann ekki orðið honum að liði í svo synd-
samlegum verknaði.
Þegar ímógen, sem hafði búizt við að hitta ástríkan eig-
inmann, komst að því, að hann vildi, að hún yrði ráðin af
dögum, varð hún yfirkomin af harmi.
Pisaníó bað hana að láta huggast og bíða með þolinmóðu