Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 55
53
Þegar þau koma úr egginu, líkjast þau litlum, mjög tligrum,
hvítum ormum.
Börnin, sem maður kann að sjá, eru þau, sem eru hjúpuð
í silkihýði. Menn kalla þau mauraegg, en það er rangt. Þetta
eru lirfuhýði, og innan í þeim eru maurabörnin að breytast
úr litlum, digrum onnum í fullvaxna maura. A sínum tíma
rjúfa fóstrurnar lirfuhýðið og hjálpa nýju maurunum var-
lega út. Má vera, að maður sjái eitthvað af þessum nýju
maurum. Þeir hafa meyran búk og veikbyggða fætur og eru
ennþá mjög fölir á að líta. Þeir eru ósjálfbjarga í uppnám-
inu, sem verður, þegar steininum er lyft. Þeir verða ekki
vinnufærir, fyrr en skinnið á hinum liðuðu líkömum þeirra
þykknar og harðnar í góða, stælta brynju. Vinnumaurarn-
ir og fóstrurnar bera þau og öll lirfuhýðin úr augsýn, niðui í
göngin.
Ef heppnin er með, kann maður að sjá drottninguna. Hún
er langtum stærri en þegnar hennar, og afturhluti hennar
er gífurlegur. Hann er fullur af eggjunum, sem hún er alltaf
að verpa. Hver einasti í þessari borg, hvort heldur ung-
ur eða gamall, er afkvæmi hennar. Hún verpir öllum eggj-
unum. Það er hennar hlutverk. Fóstrurnar sjá um, að hún
sé alltaf hrein og þvo henni með tungunni. Þær taka eggin
jafnóðum og hún verpir þeim og hlúa að þeim í herbergjum,
sem eru þurr og hlý. Þernurnar færa henni fæðu utan úr
hinum mikla heimi, og öllum virðist þykja fjarska vænt um
hana. Drottningin getur lifað í 15 ár, en þegar hún deyr,
leggst öll borgin smám saman í eyði. Það fæðast ekki fleiri
börn. Engin þerna getur átt afkvæmi. Þær kæra sig ekki
heldur um að lifa, þegar drottningin, móðir þeirra, er dáin.
Ef ekki er orðið of áliðið sumars, má sjá bregða fyrir
prinsum og prinsessum innan um hinar önnum köfnu þern-
ur. Þau þekkjast á því, að þau hafa vængi og stærri og betri
augu en þernurnar. Hlutverk þeirra er að fara að heiman á
vorin og um miðsumarsleytið og stofna nýjar borgir á víð