Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 107
105
ir um líf mitt, drengur minn, þó að ég þykist vita að þú
ætlir að gera það“.
,JSíei, því miður, kæri herra“, sagði ímógen, „mér liggur
annað á hjarta þessa stundina. Ég get ekki beðið um líf
yðar“.
Rómverslci hershöfðinginn furðaði sig á þessum orðum,
sem virtust bera vott um skort á þakklæti hjá piltinum.
ímógen snéri sér þá að Iachímó, og hvessti á hann augun
°g bar aðeins fram þá bón, að Iachímó yrði látinn segja
frá, hvar hann hefði fengið hring þann, sem hann bæri á
fingri sér.
Cymbeline veitti henni þessa bón þegar í stað og hótaði
lachímó pyntingum, ef hann segði ekki frá, hvernig hann
hefði eignazt demantshringinn, sem hann var með.
Iachímó játaði þá öll svikin, sagði frá veðmáli sínu við
Posthúmus og hvernig sér hefði tekizt að gabba hann og
gera hann auðtrúa á sögu sína.
Engin orð geta lýst, hvernig Posthúmusi varð við, er hann
heyrði þetta og fékk þessar sannanir um sakleysi konu sinn-
ar. Hann gekk strax fram fyrir konunginn og játaði fyrir
Cymbeline verknaðinn, sem hann hafði skipað Pisaníó að
framkvæma á kóngsdótturinni, og hrópaði í örvæntingu
sinni: „Ó, ímógen, drottningin mín, líf mitt og ljós, ó,
Imógen, konan mín, ímógen, fmógen, ímógen!“
Tmógen gat ekki horft á sálarkvalir eiginmanns síns, án
þess að gefa sig fram, og enginn getur lýst hinni takmarka-
lausu gleði og létti Posthúmusar, þegar hann fann aftur
astkæra eiginkonu sína, sem honum hafði farnazt svo illa
við.
Cymbeline var engu síður yfirkominn af gleði yfir að
finna aftur hina týndu dóttur sína á svona einkennilegan
hátt; hann tók hana aftur í sína föðurlegu umsjá og ástúð
°g gaf Posthúmusi ekki einungis líf, heldur samþykkti einn-
3g að viðurkenna hann framvegis sem tengdason sinn.