Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 101
99
gefið þeim nöfnin Polydore og Cadwal, en liin réttu nöfn
þessara konungssona voru Guiderius og Arviragus.
Belaríus gekk fyrstur inn í hellinn og stöðvaði þá og sagði:
„Komið ekki inn strax, það borðar af matvælum okkar,
annars mundi ég halda, að þetta væri úr álfheimum!“
„Hvað er að?“ spurðu ungu mennirnir.
„Það veit hamingjan!“ sagði Belaríus. „Það er engill í hell-
inum eða ef svo er ekki, þá einhver jarðnesk fyrirmynd“. —
Svo fögur var Imógen á að líta í drengjafötunum sínum.
Þegar hún heyrði mannamál, flýtti hún sér út að hellis-
munnanum og ávarpaði þá með þessum orðum:
„Góðu herrar! Gerið mér ekkert mein. Aður en ég kom
hingað, ætlaði ég mér að biðja um mat eða borga það, sem
ég borðaði. Vissulega hef ég engu stolið og mundi ekki hafa
gert það, þótt gulli hefði verið dreift um allt gólfið. Hérna
eru peningar fyrir kjötið, sem ég hef borðað, ég hefði skilið
þá eftir á borðinu og farið burt með öllum beztu óskum
þeim til handa, sem hér bjuggu“. Þeir neituðu með miklum
alvörusvip að taka við peningum hennar. „Eg sé, að þið er-
uð mér reiðir“, sagði ímógen með hálfum hug. „En, herrar
mínir, ef þið drepið mig fyrir yfirsjón mína, þá skuluð þið
vtia, að' ég hefði dáið, ef ég hefði ekki framið hana“.
„Hvert er ferðinni heitið?“ spurði Belaríus, „og hvað
heitir þú?“
„Ég heiti Fidele“, svaraði fmógen, „og ég á ættingja, sem
ætlar til Ítalíu. Hann leggur upp frá Milford Haven, og
það er á leið minni til hans, sem ég hef komizt í þennan
vanda“.
„Friður sé með þér, bjarthærði yngispiltur! Þú mátt ekki
halda, að við séum þorparar eða ætla okkur eins vonda og
þessi óvistlegi staður, sem við búum á, gæti gefið í skyn.
Þú ert á meðal vina. Nóttin skellur bráðum á. Þú verður að
þiggja betri beina áður en þú ferð og vera kyrr og borða
með okkur. Drengir! Bjóðið hann velkominn!“
7*