Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 85
83
og létum þreytuna líða úr limunum. Okkur leið vel — fátt
manna var inni í gestastofunni, þar var rólegt og svalt.
Þegar við komum út aftur, tók ég eftir kofa, sem lá langt
frammi á gnípu í dálítilli fjarlægð. Hann bar þar við himin,
einmanalegur. Eg horfði forvitnislega á þennan kofa og
ætlaði að fara að spyrja Fritz, hvort þarna væri manna-
bústaður, þegar hann benti þangað sjálfur og sagði:
„Nú verðum við að fara fram á gnípuna. Þar er feg-
ursta útsýnið héðan. Reyndar er bannað að fara þangað —
en við skulum reyna það. Við verðum þá rekin aftur, ef í
hart fer. I kofanum búa ítalskir landamæraverðir. Þið verð-
ið að setja upp blítt bros og reyna að milda þá, ef þeir
ætla að byrsta sig við okkur“.
Og við lögðum af stað. Eftir um 20 mínútur vorum við
komin fram á nibbuna. Útsýnið var mjög fagurt. Við sáum
langt eftir Drau-dalnum, þar sem mörg smáþorp lágu á
víð og dreif með fram ánni Drau. Járnbrautarlest, sem var
að koma að norðan, liðaðist áfram eins og langur, svartur
ormur á leið sinni suður á bóginn til Italíu. Sunnan til
þrengdist dalurinn og lokaðist af háum fjöllum. En meðan
við vorum niðursokkin í að horfa eftir dalnum og láta Fritz
segja okkur nöfnin á helztu þorpunum og tindunum, voru
allt í einu tveir ítalir komnir við hlið okkar. Þeir voru
dökkir yfirlitum, litlir og óhreinir. Okkur brá talsvert, en
þeir ávörpuðu okkur vingjarnlega á ítölsku. Fritz varð fyrir
svörum, hann kunni noltkur orð í tungu þeirra. Við horfðum
á án þess að skilja, hvað fram fór á milli þeirra. Það virtist
ekld vera neitt alvarlegt, því að Fritz hló, og þeir hlógu, og
allir virtust þeir að'eins vera að gera að gamni sínu. „Þeir
eru að bjóða okkur inn“, sagði Fritz loks við olckur, fliss-
andi. „Þið verðið að koma snöggvast“.
Við gengum með ftölunum að skáladyrunum. Þar stóðu
fjórir aðrir, allir jafn litlir og svartir á brún og brá. Þeir
buðu okkur inn í „stofu“, en þar var dimmt og skuggalegt
6*