Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 86
84
og þrifnaður áreiðanlega ekki mjög í hávegum hafður; á
mið'ju gólfi var borð með vaxdúk á og nokkrir stólar um-
hverfis. Þeir kepptust um að draga fram stólana fyrtr okk-
ur og gefa okkur bendingu um að setjast. Síðan tóku þeir
sér sjálfir sæti og töluðu við okkur með handahreyfingum
og brosum, og við brostum og kinkuðum kolli og hristum
höfuðið og sögðum stundum „non comprendo“, en Fritz
hafði sagt okkur, að það þýddi „ég skil ekki“. Tveir þeirra
komu með glös og flösku af léttu rauðvíni — rauðvín
er drukkið þarna suður frá eins og vatn hjá okkur — og við
drukkum sinn hvern sopann í kurteisisskyni. Svo komu
þeir með spil og vildu endilega fara að spila við okkur, en
þá stóðum við upp, bárum því við, að við þyrftum að
flýta okkur, við yrðum að leggja af stað heim aftur. Svo
kvöddum við og þökkuðum fyrir okkur. „Arrivederci!“ köll-
uðu þeir á eftir okkur í kveðjuskyni, og þegar við litum
seinast við á leið okkar aftur til Hinterbergerskálans, þá
stóðu þeir allir, þessir litlu, svarthærðu náungar, í dyrunum
og veifuðu til okkar.
En nú varð að hugsa til heimferðar. Við' höfum ákveðið
að fara til Sillian, þorps niðri á láglendinu, en þangað var
aðeins um klukkutíma ganga niður fjallshlíðina, og taka
almenningsvagn, sem fór þaðan tvisvar á dag til Kartitsch,
þorpsins, þar sem við bjuggum. Urðum við nú að flýta okkur
til þess að ná í bílinn. Við sóttum bakpokana okkar í Hint-
erbergerhutte, þar sem við höfðum skilið þá eftir, er við
fórum fram á gnípuna, og lögðum af stað aftur niður á við.
Nú hallaði mikið undan fæti, vegurinn lá um barrskóg og
var ærið brattur. Við vorum áður en langt um leið komin
aftur niður á iáglendið og horfðum til fjallanna, þar sem
við höfðum verið á gangi nokkrum klukkustundum áður.
Og hátt uppi á einni fjallanibbu sást ofurlítill svartur hóll
— skáli ítalanna okkar, sem við höfðum heimsótt, fju-ir
kluklíutíma. — Við vorum komin niður í daglega lífið aft-