Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 99
97
hugrekki þess tíma, er Posthúmus sæi að sér og iðraðist ó-
réttar síns. Þangað til skyldi hún, þar sem hún í neyð sinni
neitaði að snúa aftur til hirðar föður síns, klæðast karl-
mannsfötum til frekara öryggis, er hún væri á ferð. Hún
hlýddi þessu ráði hans og hugsaði, að þannig dulbúin gæti
hún farið til Rómaborgar og séð eiginmann sinn, því að þrátt
fyrir hina illu meðferð hans á henni, gat hún ekki gleymt
ást sinni til hans.
Þegar Pisaníó hafði séð henni fyrir hinum nýja búningi,
varð hann að yfirgefa hana í óvissunni um framtíð hennar,
því að hann varð að snúa aftur til hirðarinnar. En áður en
hann fór, gaf hann henni flösku með hjartastyrkjandi meðali,
sem hann sagði, að drottningin hefði gefið honum með þeim
ummælum, að það væri örugg hjálp við öllum sjúkdómum.
Drottningin, sem hataði Pisaníó vegna þess að hann var
vinur þeirra Tmógenar og Posthúmusar, gaf honum þetta
meðal í þeirri trú, að það væri eitur. Hún hafði beðið lækni
sinn að gefa sér eitthvað eitur til að reyna verkanir þess
á dýrum. Læknirinn, sem þekkti hinar illu hvatir hennar,
fannst hún ekki þess trausts verð að láta hana fá raunveru-
íegt eitur, heldur lét hann hana hafa deyfilyf, sem gat ekki
gert þeim, sem það tók, annað mein en að viðkomandi
persóna sofnaði værum svefni, sem líktist að öllu dauða-
dvala. Þetta meðal gaf Pisaníó ímógen í þeirri trú, að það
væri sérlega gott við öllum kvillum, og með öllum beztu
óskum um, að raunir hennar tækju skjótan og góðan endi,
kvaddi hann hana og óskaði henni allra heilla.
Porlögin beindu ferðum ímógenar á einkennilegan hátt að
dvalarstað bræðra hennar tveggja, sem stolið hafði verið í
barnæsku. Belaríus — sá, sem stal þeim, — hafði verið
lávarður við hirð Cymbelines, en honum hafði saklausum
verið borið það á brýn, að hann væri viðriðinn landráð, og
þess vegna verið rekinn frá hirðinni. í hefndarskyni við
Cymbeline nam hann á brott syni hans tvo og ól þá upp í
Unga ísland. 7