Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 103
101
unum, fór Polydore fyrstur inn í hellinn, og þar sem hann
hélt hún svæfi, fór hann úr skónum til þess að hún vakn-
aði ekki við komu hans. En hann uppgötvaði brátt, að
enginn hávaði gat vakið hana og áleit þess vegna, að hún
væri dáin. Polydore bar sig mjög illa yfir dauða hennar og
syrgði hana með bróðurlegum kærleika eins og þau hefðu
aldrei skilið frá barnæsku.
Belaríus stakk upp á því að bera hana út í skóginn og
jarða hana þar með söng og hátíðlegri viðhöfn, eins og þá
var siður.
Bræður Imógenar báru hana að skuggalegum felustað,
lögðu hana á jörðina og þöktu líkama hennar blöðum og
blómum. Polydore sagði: „Á hverju sumri meðan ég lifi
hér, Fidele, mun ég strá fegurstu blómunum, sem ég finn,
yfir gröf þína, og á veturna, þegar engin blóm eru, mun ég
þekja hana mosa“. — Þegar þeir höfðu lokið þessari hátíð-
legu jarðarfararathöfn, fóru þeir í burtu mjög harmþrungnir.
ímógen hafði ekki lengi verið ein, þegar áhrif svefnmeð-
alsins hurfu, og hún vaknaði og hristi af sér moldina og
blómin, sem þeir höfðu kastað yfir hana, stóð upp og hélt
sig hafa verið að dreyma. „Eg hélt ég væri húsmóðir og
matreiðslukona í helli hjá heiðarlegum mönnum. Hvernig
stendur á því, að ég ligg hér þakin blómum?“ — Þar sem
hún gat með engu móti ratað aftur að hellinum og fann
hvergi félaga sína, komst hún að þeirri niðurstöðu, að þetta
hefði allt verið draumur. — Lagði því Imógen ennþá einu
sinni af stað í hina þreytandi göngu sína í þeirri von, að
bún að lokum kæmist til Milford Haven og gæti þaðan
komizt á skip, sem færi til Ítalíu. Því allar hugsanir hennar
snérust ennþá um Posthúmus, og hann ætlaði hún að finna
dulklædd eins og skjaldsveinn.
En mikil tíðindi voru nú að gerast, sem ímogen vissi ekk-
ert um. Stríð hafði brotizt út milli Ágústusar keisara í Itóm
og Cymbeline konungs í Bretlandi. Bómverskt lið hafði