Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 26
24
og veifuðu blævængjunum og pískruðu saman, og Don
Pedro og rannsóknardómarinn stóðu brosandi við inngang-
inn. Jafnvel liertogafrúin — horuð, hörkuleg kona með gul-
an „prestakraga“ um hálsinn, — var ekki alveg eins geð-
illskuleg og hún átti vanda til, og það brá fyrir brosi, þótt
kuldalegt væri, á hrukkóttu andlitinu. Nautaatið var sann-
arlega stórkostlegt og mildu skemmtilegra, fannst kóngs-
dótturinni litlu, heldur en „alvöru“-nautaatið, sem hún hafði
verið látin horfa á í Sevilla, þegar hertoginn af Parma kom
í heimsókn til föður hennar. Sumir drengjanna hentust um
á fagurlega skreyttum leikfangahestum og sveifluðu löng-
um spjótum, sem skreytt voru marglitum silkiböndum, er
fuku til í allar áttir; aðrir hlupu um og veifuðu hárauðum
skikkjum sínum framan í nautið og hlupu léttilega j'fir
girðinguna, þegar það réðist á þá; en sjálft nautið var alveg
eins og lifandi naut, enda þótt það væri aðeins búið til úr
nautshúð, sem teygð var á bambusgrind; og enda þótt það
stundum gleymdi að haga sér eins og naut og hlypi á aftur-
fótunum um allan leikvöllinn, var það samt allra skemmti-
legasta og herskáasta naut og barðist svo vel, að börnin ætl-
uðu að ganga af göflunum af hrifningu, hlupu upp á bekkina
og veifuðu knipplingavasaklútunum sínum og æptu: „Húrra,
naut, húrra, naut!“ rétt eins og þau hefðu verið fullorðið
fólk. Þegar lengi hafði verið barizt þannig og margir leik-
fangahestarnir höfðu verið boraðir í gegn með spjótum og
reiðmönnum þeirra stökkt af baki, tókst unga greifanum af
Tierra-Nueva loks að koma nautinu á kné, og er hann hafði
fengið leyfi kóngsdótturinnar til þess að veita því bana-
höggið, stakk hann trésverð'i sínu af svo miklu afli í háls
dýrsins, að höfuðið fauk af, og upp skauzt brosandi andlit-
ið á herra de Lorraine litla, syni franska sendiherrans í
Madrid.
Eftir mikið lófaklapp og fagnaðarlæti fóru áhorfendurnir
burt frá leiksviðinu, en tveir máriskir skutulsveinar, í gul-