Unga Ísland - 01.06.1948, Síða 26

Unga Ísland - 01.06.1948, Síða 26
24 og veifuðu blævængjunum og pískruðu saman, og Don Pedro og rannsóknardómarinn stóðu brosandi við inngang- inn. Jafnvel liertogafrúin — horuð, hörkuleg kona með gul- an „prestakraga“ um hálsinn, — var ekki alveg eins geð- illskuleg og hún átti vanda til, og það brá fyrir brosi, þótt kuldalegt væri, á hrukkóttu andlitinu. Nautaatið var sann- arlega stórkostlegt og mildu skemmtilegra, fannst kóngs- dótturinni litlu, heldur en „alvöru“-nautaatið, sem hún hafði verið látin horfa á í Sevilla, þegar hertoginn af Parma kom í heimsókn til föður hennar. Sumir drengjanna hentust um á fagurlega skreyttum leikfangahestum og sveifluðu löng- um spjótum, sem skreytt voru marglitum silkiböndum, er fuku til í allar áttir; aðrir hlupu um og veifuðu hárauðum skikkjum sínum framan í nautið og hlupu léttilega j'fir girðinguna, þegar það réðist á þá; en sjálft nautið var alveg eins og lifandi naut, enda þótt það væri aðeins búið til úr nautshúð, sem teygð var á bambusgrind; og enda þótt það stundum gleymdi að haga sér eins og naut og hlypi á aftur- fótunum um allan leikvöllinn, var það samt allra skemmti- legasta og herskáasta naut og barðist svo vel, að börnin ætl- uðu að ganga af göflunum af hrifningu, hlupu upp á bekkina og veifuðu knipplingavasaklútunum sínum og æptu: „Húrra, naut, húrra, naut!“ rétt eins og þau hefðu verið fullorðið fólk. Þegar lengi hafði verið barizt þannig og margir leik- fangahestarnir höfðu verið boraðir í gegn með spjótum og reiðmönnum þeirra stökkt af baki, tókst unga greifanum af Tierra-Nueva loks að koma nautinu á kné, og er hann hafði fengið leyfi kóngsdótturinnar til þess að veita því bana- höggið, stakk hann trésverð'i sínu af svo miklu afli í háls dýrsins, að höfuðið fauk af, og upp skauzt brosandi andlit- ið á herra de Lorraine litla, syni franska sendiherrans í Madrid. Eftir mikið lófaklapp og fagnaðarlæti fóru áhorfendurnir burt frá leiksviðinu, en tveir máriskir skutulsveinar, í gul-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.