Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 94
William Shakespeare:
Cymbeline
(Frásögn þessi er tekin úr „Tales of Shakespeare", sem
Charles og Mary Ann Lamb skráðu eftir leikritum Sliake-
speares. „Cymbeline“ er œvintýraleikur, efnið telcið úr
fomsögum Breta.. Stgr. Thorsteinsson hefur þýtt söngva
úr því, en Indriði Einarsson mun hafa þýtt allt leikritið á
íslenzlcu.)
Á dögum Ágústusar, keisara í Róm, ríkti í Bretlandi
konung-ur, sem hét Cymbeiine.
Fyrri kona Cymbelines dó, þegar börn þeirra þrjú, tveir
synir og ein dóttir, voru í bernsku.
Imógen, sem var elzt bamanna, var alin upp við hirð
föður síns, en svo undarlega vildi til, að báðum sonum
Cymbelines var stolið úr barnaherberginu, þegar sá eldri
var aðeins þriggja ára, en sá yngri í vöggu. Gat Cymbeline
ekki haft upp á, hvað af þeim hafði orðið eða hver hefði
numið þá á brott.
— Cymbeline var tvíkvæntur. Seinni kona hans var ill-
gjörn og undirförul og vond stjúpa ímógenar, dóttur Cym-
belines af fyrra hjónabandi. En þó að drottningin hataði
ímógen, óskaði hún samt, að hún giftist syni hennar frá
fyrra hjónabandi, því hún var einnig tvígift. Á þann hátt
vonaði hún, að hún gæti sett kórónu Bretlands á höfuð
Cloten syni sínum, þegar Cymbeline félli frá, því að ef
synir konungs fyndust ekl<i, mundi ímógen kóngsdóttir taka
við ríki eftir föður sinn. En þetta ráðabrugg varð að engu