Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 30
28
sviðið. Það var ekki lengra síðan en daginn fyrir afmælið,
að hann hafði fundizt, þar sem hann var að villast úti í
skógi. Það voru tveir aðalsmenn, sem fundu hann, þegar
þeir voru á veiðum og höfðu hætt sér inn á afskekktan
hluta stóra korkskógarins umhverfis borgina, og höfðu tekið
hana með sér til konungshallarinnar sem óvænta afmælis-
gjöf handa kóngsdótturinni. Faðir hans, sem var fátækur
viðarkolamaður, var guðs feginn að losna við' svona Ijótt
barn, sem auk þess var ónýtt til allrar vinnu.
Það skemmtilegasta við dverginn var ef til vill það, að
hann hafði ekki hugmynd um það sjálfur, hve hræðilega ljót-
ur og vanskapaður hann var. Þvert á móti virtist hann
mjög ánægður og alltaf í sólskinsskapi. Þegar börnin hlógu,
hló hann jafn hátt og frjálsmannlega og þau, og eftir hvern
dans, sem hann dansaði, hneigði hann sig fyrir hverju þeirra
á skringilegan hátt, brosti og kinkaði til þeirra kolli, alveg
eins og hann væri í raun og veru einn úr þeirra hóp en
ekki lítil vansköpuð mannvera, sem náttúran í ertni sinni
liafði skapað til þess að aðrir gætu skopazt að henni.
Strax og hann sá kóngsdótturina, varð hann fullkomlega
heillaður af henni. Hann gat ekki haft af henni augun, og
hann dansaði eingöngu fyrir hana. Þegar hann var að ljúka
við dansinn, minntist hún þess, að hún hafði séð hefðarfrúrn-
ar við hirðina fleygja blómvöndum til ítalska söngvarans
fræga, Caffarelli, sem páfinn hafði sent frá einkakapellu
sinni til Madrid, til þess að hann reyndi að lækna þung-
lyndi konungsins með hinum fagra söng sínum, og tók hún
þá fallegu, hvítu rósina úr hári sínu, fleygði henni á leik-
sviðið til hans og brosti um leið sínu blíðasta brosi, bæði
í glensi og til þess að stríða hertogafrúnni, en dvergurinn
tók því í alvöru, þrýsti grófum, Ijótum vörum sínum að
rósinni, studdi höndinni á hjartað og féll á kné fyrir fram-
an hana með andlitið Ijómandi af hamingju. Nú tókst
kóngsdótturinni ekki lengur að hafa hemil á kátínu sinni,