Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 46
44
ar og getið skóglenda, sem báru ekki sérstök nöfn og þöktu
stór landsvæði. Sem dæmi má nefna Fljótsdalshérað, Dýra-
fjörð, Hvítársíðu, Mýrar, Mývatnssveit, Laxárdal, Rauða-
skriður, Saurbæ í Dölum, Skarðsströnd, Skorradal, Þrí-
hyrningshálsa, Þjórsárdal og Vopnafjörð. Þá eru og mörg
örnefni og bæjarnöfn, sem benda í sömu átt.
Islendinga sögur geta að jafnaði lítt staðhátta. Þær eru
fyrst og fremst persónusögur. Og er þær gera slíkt, er það í
sambandi við einhverja sögulega atburði. Getur því verið,
að skóglendin hafi verið mun stærri og fleiri en um getur í
fornsögunum. En er þessum sögnum treystandi? Því hlýt-
ur að mega svara játandi. Höfundar sagnanna höfðu enga
ástæðu til að segja landið betra en það var. Og það sést, að
mörgum, er færðu sögurnar í letur, hefur þótt uggvænt, hve
margir eyddu skóglendi sín. Nokkrum öldum eftir land-
nám, hefur eyðing íslenzku skóganna verið svo geigvæn-
leg, að mönnum hraus hugur við.
En skilning og getu skorti til viðnáms.
n.
Landnemarnir tóku til óspilltra mála í hinum nýju heim-
kynnum. Þeir reistu sér hús, erjuðu landið og fjölguðu bú-
peningi sínum. Allt lék í lyndi, og þeir undu hag sínum vel.
Fleiri og fleiri bættust í hópinn, og á sextíu vetrum var
ísland albyggt. En mikinn við' þurfti til allra þessara húsa.
Þau voru köld, og eldsneyti slcorti. Þessa galt skógurinn.
Menn notuðu hann til húsagerðar og brenndu hann til
kola. Búpeningurinn leitaði og á skóginn, því að honum
þótti lauf bjarkarinnar gómsætt. En björldn þoldi ekki þetta
afhroð og bar ekki sitt barr eftir. Hún hafði staðið af sér
storma og skýlt landinu. Gert það frjósamara og fegurra.
Hví var hafin árás á hana? En landnemarnir þelcktu ekki
lífsgildi bjarkarinnar. Þeir voru frá löndum, þar sem stærri
og voldugri tré skýldu hinum fyrri heimkynnum, og á þau