Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 36
34
kransa á höfði sér og báru með sér vínbelgi úr húðum svo
fulla, að úr þeim lak; og viðarkolamennirnir sátu kringum
gríðarstóra glóðarofna sína á kvöldin og störðu á viðar-
kolakubbana brenna smám saman í eldinum og verða að
ösku, eða þeir steiktu kastaníuhnetur í glóðunum, og svo
komu ræningjamir út úr hellum sínum og skemmtu sér
með þeim. Eitt sinn sá hann fagra skrúðgöngu hreyfast
hægt eftir löngum, rykugum veginum til Tóledó. Fremst
gengu munkarnir og sungu blíðlega; þeir báru skrautleg
flögg og gullkrossa; svo komu vopnaðir hermenn í silfur-
brynjum, og í miðri fylkingunni gengu þrír berfættir menn í
undarlegum gulum skikkjum, sem alls lconar fallegar manna-
myndir voru málaðar á, og héldu þeir á logandi kertum
í hendinni. Það mátti með sanni segja, að margt skemmti-
legt var að sjá í skóginum, — og þegar hún væri orðin lúin,
mundi hann finna handa henni mjúkan mosa til þess að
hvílast í eða bera hana á örmum sér, því að hann var ljón-
sterkur, þó að hann vissi, að ekki væri hann hár. Hann
mundi gera henni festi úr rauðum bríóníberjum, sem væru
alveg eins falleg og hvítu berin, sem hún hafði á kjólnum
sínum, og þegar hún væri orðin leið á þeim, gæti hún
fleygt þeim, og hann mundi þá búa henni til nýja festi. Og
hann mundi finna handa henni ahornshnetur og döggvaðar
anemónur og lítil maurildi, sem skreyta skyldu gullið hár
hennar eins og stjörnur.
En hvar skyldi hún vera? Hann spurði hvítu rósina, en
hún gaf honum enga úrlausn. Allir virtust í fasta svefni í
höllinni, og jafnvel þótt gluggahlerarnir hefðu ekki verið
settir fyrir suma gluggana, höfðu þykk gluggatjöld verið
dregin fyrir þá til þess að bægja hinni skjannalegu sólar-
birtu frá. Hann gekk allt í kringum höllina til þess að
finna einhverja glufu til þess að komast inn um, og loks
fann hann litlar dyr, sem stóðu opnar. Hann laumaðist inn
um þær og stóð þá í glæsilegu anddyri, miklu glæsilegra en