Hugur - 01.06.2004, Page 196
194
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
hagsmunum okkar vegsömum við gjarnan sjálf okkur með því að ganga til
„innilegustu vinabanda" og gangast við þeim skyldum sem slík bönd fela í
sér. Frjálsa lýðveldið, fyrirmyndarríki Spinoza, er eini vettvangurinn þar sem
fólk getur raungert æðstu hugsýnir um vináttu þegnanna; það er eini vett-
vangurinn sem getur ahð upp hinn sjálfstæða fyrirmyndarþegn.
Eins og Spinoza fellst vægðarlaust á er sannleikurinn hins vegar sá að
flestar manneskjur eru aldrei færar um að raungera þessa hugsjón, ástríðueðli
þeirra er svo yfirþyrmandi. Eins þegar fólk áttar sig á nægilegum hugmynd-
um hefur það takmarkaða getu til að virkja þær í daglegu lífi. Flestir sitja
fastir í ástríðum sínum og óvirkni. Fólki sem helgar sig fyllilega hinu rökvísa
lífi er ljóst að tök þeirra á nægilegum hugmyndum og skynsemi eru afar
vandmeðfarin. Það er þessi brothætta sem veldur mikilvægi þess að við
verndum sjálf okkur gegn því að flækjast í óvirk hrif annars fólks.55 A hinn
bóginn er það vegna þessarar sömu viðkvæmni afar mikilvægt að við herm-
um eftir öðrum, fáum þarfa aðstoð við að halda taki okkar á skynseminni frá
öðrum sem hafa helgað sig sömu rökvísu hugsjón. I umfjölluninni sem hér
fer á eftir verður einkum til umfjöllunar tiltekið viðfangsefni sem Spinoza
vekur máls á í bréfaskiptum sínum við Oldenburg: tilhneiging manneskja til
að læra hver af annarri, til að herma hver eftir annarri og þar með, vonandi,
seilast í ástand æðri rökvísi og skilnings.
En hvað er hermikraftur? Að herma eftir er ekki bara að stæla og innfæra
af natni líkamlegt og sálrænt ásigkomulags annarra. Eftirherma er innfærsla
sjálfrar löngunarinnar sem liggur að baki þessa ásigkomulags. Hún er inn-
færsla aflanna sem framkalla gleði okkar og trega. Þetta hermiferli fylgir ekki
55 Fólk verður fyrir áhrifum ástríðna, jafnvel frekar viturt fólk. Ágætt dæmi er samband Spinoza við Will-
em van Blijenbergh, sem fyrr var rætt. Eftir að hafa móttekið aðeins eitt bréf frá van Blijenbergh opin-
beraði Spinoza þessar háleitu vonir að böndin milb þeirra yrðu hin „mestu og ánægjulegustu" (Wolf, The
Correspondence of Spinoza, s. 146). Því miður reyndist hins vegar van Blijenbergh afar óvelkominn og
þreytandi þáttur í lífi heimspekingsins. Spinoza varð fyrir stöðugu óþoli og vonbrigðum er honum skild-
ist að hann og hinn nýi pennavinur vora ejginlega ekki sammála um neitt sem máli skipti. Spinoza
reyndi að tjá van Blijenbergh þessa upplifhn sína cn Blijenbergh hélt sínu striki svo Spinoza var, þrátt
fyrir andúð sína á frekari tengslum þeirra á milli, ómögulegt að halda fjarlægð frá van Blijenbergh. Svo
við beitum kennilegri útlismn Spinoza sjálfs á ástríðum og skynsemi virðist sem Spinoza hafi breytt á
grundvelli takmarkaðs og skælds skilnings síns á heiminum. Hann tók í bráðlæti á móti einhveijum sem
vini, sem var í raun ekki heiðursins verður. Þannig tókst honum ekki að skilja hin ytri öfl sem orkuðu á
hann. Hann vanmat eigið umkomuleysi gagnvart sh'ku afli og tókst því ekki, með skramskældri sýn á
stöðu sína og skapgerð, að sýna hyggni í viðbrögðum sínum. Hefði skilningur Spinoza verið fyllri þeg-
ar hann tók á móti fyrsta bréfmu frá van Blijenbergh, hefðu hlutir getað farið öðravísi. Spinoza hefði ef
til vill skilist að vegna hinnar tilteknu skaphafnar sinnar og sögu væri hann sérdeihs veikur fyrir hrifiim
vonar, ofmats, mctnaðar og kurteisi (sem er ákveðin gerð metnaðar) frammi fyrir möguleikanum á
nýjum heimspekifélaga. Meðvitund um þessa þætti í fari hans sjálfs hefði getað hjálpað honum að verj-
ast afh sem annars hlaut að valda honum trega. Enn fremur, jafnvel eftir að hann bar kennsl á ósam-
ræmið milli sín og van Blijenbergh, var Spinoza ófær um að vinna nægilega úr ástríðum sínum og losa
sig úr stöðunni. Af kurteisi og metnaði - hinni eihfú viðleitni mannsins til að láta öðram lynda við sig
með því að þóknast þeim — var hann ófær um að sh'ta sig frá þessari ytri traflun. Þrátt fyrir að fara þess
harðlega á leit við van Blijenbergh að þeir létu af bréfasídptunum hélt Spinoza áfram að skrifa honum,
í sömu mund tregur til og fús að geðjast, og stóð frammi fyrir sjálfum sér ófæram um að „forðast velvild
fávís manns“ (EIVP70). Spinoza vísar í skrifúm sínum endurtekið til erfiðleikanna við að hafa traust tak
á skynseminni, þrátt fyrir hina kraftmiklu uppsprettu gleði og löngunar sem hún er þegar við náum tök-
um á henni. Vamarorð hans hljóma svo: „það krefst einstaks hugarafls að umbera hvern og einn í sam-
ræmi við skilning hans, og forðast að h'kja eftir hrifúm þeirra** (EIVApp.XIII).