Sagnir - 01.06.1993, Side 27

Sagnir - 01.06.1993, Side 27
hafa gengið allt frá 1651 til þess er þeir Þórður Guðbrandsson, Egill Bjamason og Grímur Jónsson vom brenndir árið 1654 og jafnvel lengur.27 Upphaf „farsins” virðist mega rekja til vistarmála Guðrúnar nokkurrar Hróbjartsdóttur. Hún var i vist hjá Þórði en átti að fara til móður sinnar en hann vildi ekki sleppa henni. A Arnesþingi 1651 dæmir þáverandi nýskipaður sýslumaður, Þorleifur Korts- son í málinu á þá leið að Guðrún skyldi fara heim til fbðurhúsanna.28 Upp frá þessu höfðu bræður Guðrúnar og Þórður í heitingum hveijir við aðra. I apríl 1654 stefndi Þorleifur Kortsson mönnum í dóm vegna ákæm Guðrúnarbræðra á hendur Þórði fyrir að hafa valdið veikind- um Guðrúnar en ennfremur vildu þeir bræður og reyndar fleiri segja Þórð sekan vera af þeim stóra óttasama kránkdómi og pínu sem um næst 2 1/2 ár á mörgum hverjum kvennsniptum hér í Ameshrepp þúnglega legið hefir af óhreins anda ónáðan og fyrir greinds Þórðar tilstilli skeð vera.2'' Þórði var dæmdur tylftareiður en áður en til eiðsins kom vísaði Þorleifiir máhnu úl Alþingis með fyrirspum um hvað skyldi gera við Þórð ef hann felli á eiðnum °g ftkk það svar að þá skyldi Þórður handtekinn.30 Eftir að dæmt hafði verið aftur í héraði var málinu vísað til lög- tnanns en strax tveimur dögum seinna játar Þórður sig sekan, óneyddur án allrar þreingingar ... að hann hefði séð djöfúlinn i tóulíki að Munaðamesi hjá bænum og hlaupandi í kríngum hann, játandi sig, að hann hefði þann sama djöfiil sært með þeim orðum ill- um og góðum, sem hann frekast kunnað heföi, fram til Víkur ... 31 Var Þórður umsvifalaust dæmdur af tylftardómi dl að brennast. Um haustið Voru þeir Þorleifur og Magnús Jónsson sýslumaður aftur mættir i Trékyllisvík með tylftardóm til að dæma i máli Egils bjamasonar sem „meðkenndi sig með galdri og fjölkynngi hafa drepið einn sauð ••• játandi þessu jafnframt sig hafa gert samband við djöfiilinn.”32 Um svipað leyti kemur upp kvittur um meinta galdra Grims Jónssonar þar í sveit. Þegar á Grím var gengið viðurkenndi hann fús- lega galdur og var umsvifalaust dæmdur til að brennast.33 Játningar Gríms og þó einkum Egils virðast vera máli Þórðar næsta ótengdar og koma eins og þruma úr heiðskíru lofti, án nokkurs aðdraganda svo heitið geti. Er hægt að þakka málalokin í Tré- kyllisvík dugnaði og firamgöngu Þorleifs Kortssonar einni? Hér er um að ræða sveit þar sem galdratrú er almenn og virðist vera mjög mikil. Það sýna tor- kennileg veikindi kvenfólks þar á stað og ótímabær skepnudauði sem fylgir í kjöl- farið og það er ekki til bóta að svo virðist sem galdrarykti hafi hvílt á Þórði og Grími og að þeir hafi ennfremur verið heldur óvinsælir meðal sveitunga sinna. Beinar og að því er virðist, þarflausar játningar þeirra Gríms og Egils sem og játning Þórðar sýna vel hversu sterk galdratrúin hefúr verið þvi tryðu þeir sjálfir á eigin mátt má æda að aðrir tryðu líka. Varla er því um að kenna einhveij- um sérstökum galdraáhuga Þorleifs Kortssonar að svo fór sem fór. Allar að- stæður fyrir brennudónra voru fýrir hendi en þó kann það að hafa skipt ein- hveiju að Þorleifúr var nýorðinn sýslu- maður og ef til vill fullur ákafa ásamt því að hann hafði árið 1651 dæmt Guðrúnu úr vist Þórðar en sá atburður er talinn marka upphaf „farsins”. Jón, Jón og séra Jón Víkur nú sögunni yfir í Isafjarðarsýslu. Um þær ntundir sem Trékyllisvíkurfarið var í algleymi var eitt frægasta galdramál á íslandi að hefjast að Eyri i Skutulsfirði. Séra Jón þumlungur Magnússon réð þar húsunt en hann átti í deilunt við þá Kirkjubólsfeðga, Jón Jónsson eldri og yngri. Því er líkt farið um málin í Skut- ulsfirði og Trékyllisvík að Þorleifs þáttur Kortssonar er talinn hafa skipt sköpum.34 Segja má að máhð hefjist í lok októ- ber 1655 en þá fór séra Jón að finna fyrir sendingum frá Kirkjubólsfeðgum.35 Um það bil mánuði seinna leitaði séra Jón til yfirvalda og þá til Magnúsar Magnús- sonar sem var sýslumaður í hálfri Isafjarð- arsýslu. Hinn helmingurinn var í hönd- um Þorleifs Kortssonar en hann hafði fengið sér lögsagnara, Gísla nokkum Jónsson sem var föðurbróðir Magnúsar. Magnús sýslumaður þvertók i fyrstu að skipta sér nokkuð af málinu en lét svo undan presti eftir að sá síðamefndi hafði hótað að kæra sýslumann fyrir æðri yfir- völdum. Ekkert gerðist í málinu fram í árslok 1655 en á hinn bóginn linnti galdrafarinu alls ekki og urðu allmargir fyrir barðinu á fjölkynngi þeirra Kirkju- bólsfeðga. Fór Gísfi lögsagnari með rann- sókn málsins. A þinginu dæmdu þeir Gísli og Magnús Kirkjubólsfeðgum tylft- areið. Af dómsskjölum má sjá að ákæmat- riðin á hendur þeim feðgum em ffekar alvarleg og svipar um margt til málsins í TrékyUisvík. Meðal annars er þar að finna áburð um messutruflanir „þá þessir feðgar komu til kirkjunnar í hvert sinn, virtist honum [séra Jóni] og hans fólki, ... optast nær örfast og aukist sú árás hafi, svo hann ineð því segist við þeirra kirkju- komu kviðið hafa.”3'1 Málinu var enn- fremur vísað til höfúðsmanns og biskups sem sögðu málsmeðferð góða og gilda. Ahugaleysi Magnúsar sýslumanns ohi því að séra Jón sendi Þorleifi Kortssyni málsgögnin og bað hann ásjár en Þorleif- ur neitaði.37 Séra Jón gafst þó ekki upp heldur nauðaði bréflega í Magnúsi sýslu- manni og vom Kirkjubóls-Jónamir hnepptir í jám. Það er ekki fyrr en á þinginu sjálfu vorið 1656 að bein afskipti Þorleifs Kort- sonar hefjast af málinu. Virðist svo sem Þorleifúr hafi hótað að pína þá Kirkju- bólsfeðga til sagna og er sú fuUyrðing ætt- uð frá Jóni þumlungi. Séra Jón segir svo fiá að Þorleifúr hafi komið að máh við sig SAGNIR 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.