Sagnir - 01.06.1993, Page 37

Sagnir - 01.06.1993, Page 37
ingi 18. aldar, eins og til dæmis sam- þykktir Landsnefndarinnar 1770 og 1771 hnigu að, til þess að þeim hafi enn verið í minni hörmungamar mannfellis- árin 1755-1759? Hverjir sultu í hel? Hverjir voru það sem urðu hungri að bráð? Gísli Gunnarsson segir að það hafi verið þeir fátækustu, þeir veikustu, þeir elstu °g yngstu. Börn og skylduómagar fatæks fólks og þurfamennimir féllu fyrst.5 Guðmundur Hálfdánarson kannaði mannfall í móðuharðindum eftir stéttum °g kemst að svipaðri niðurstöðu hvað varðar hungurdauða. Útreikningar hans byggja a rannsókn í 26 sóknum á ámnum 1784-1785. Eftirfarandi tafla er unnin UPP úr niðurstöðutöflu Guðmundar.6 Það er þó einkum þrennt sem ber að athuga varðandi töfluna. Fyrst er það lág dánartíðni meðal einkaómaga. Einka- °magar voru þeir ómagar er vora vistaðir hjá ættingjum sínum og höfðu venð teknir til vistunar vegna ættar- tengslanna. í BA ritgerð sinni bendir bjarni Jónsson, sagiifrœðingur, á að í hall- ®rum urðu margar fjölskyldur að láta einkaómaga frá sér. Þess vegna hafa margir þeirra „lent á sveit og hugsanlega orðið hungurmorða sem niðursetningur”.7 Annað sem ber að athuga varðandi töfluna er að í náttúrahamforam flosnaði fblk upp af heimilum sínum og því hafi ..siðasta skeið í dauðastríði mjög marga verið hlutskipti sveitarómagans eða flakk- arans”. Stéttarstaða fólks samkvæmt dán- arskýrslum segir því ekki alla söguna.(8) Þannig hafi ef til vill einhver bóndinn hrakist af jörð sinni í harðæri og dáið í annarri sýslu sem flakkari svo dæmi sé tekið. Það þriðja sem athuga þarf er tengsl landfarsótta, en svo era einu nafni nefndar í annálum farsóttir sem gengu um landið á mismunandi tímum, og hungurdauða. Þau tengsl ber að kanna til að sjá hvort hungur lagðist mismunandi á fólk eftir því hvar í stétt það stóð. Jón Steffensen bendir á að sjúkdómar eins og skyrbjúgur og niðurgangur hafi fýlgt harðindum. Niðuigangur eða blóð- sýki var landlæg á Islandi en það þurfti vaneldi til þess að úr yrði banvænn fárald- ur. Þá hafi skyrbjúgur aukist í matarleysi og veikt mótstöðu gegn öðram og vægari sjúkdómum.1' Sjúkdómar fara einnig verr með hungrað fólk en mett. Um landfarsóttir eins og þær era nefndar í annálum treystir Jón Steffen- sen sér ekki til að fullyrða. Annálar geta þeirra ekkert frekar í hallæram en utan þeirra, svo að ekki er hægt að sýna fram á bein tengsl þar á milli,en samt finnst honum líklegt að vaneldið hafi áhrif á framgöngu þeirra, þó ekki í sama mæli og á skyrbjúg og blóðsýki.10 Guðmundur Hálfdánarson telur aftur á móti að ekkert sé hægt að sanna um þessi tengsl og ýmislegt bendir til þess að það sé rétt hjá honum. Fólk sem dó úr hungri var úr lægri stéttum þjóðfélagsins á meðan landfarsóttin fór ekki í mann- greinarálit. Aldurinn er einnig mismunandi á meðal þeirra sem falla úr hungri og þeirra sem féllu úr landfarsótt. Börn og gamalmenni féllu aðallega í landfarsótt- um á meðan aldurshópurinn 10-29 ára virðist viðkvæmastur fyrir hungurdauða. Landfarsótt virðist því einkum leggjast á þá aldurshópa þar sem dánartíðnin var að jafnaði hæst." Þá hafi hungurdauði aðallega orðið seint á vetuma og á vorin, þegar fæðu- framleiðslan í sveitunr var í lágmarki, á meðan landfarsóttir hafi geysað harðast á vetuma.12 Rök Guðmundar duga ekki til að úti- loka tengsl landfarsóttanna og hungurs, til þess þarf að fa nánari upplýsingar um eðli landfársóttanna. Hvað svo sem þessum þremur athugasemdum við tölur Guðmundar líður liggur ljóst fyrir að fatæklingar nutu sérstaks forgangs varðandi hungurdauða (þeir síðustu munu verða fyrstir). Reynd- ar var slíkt fullkomlega eðlilegt. Fátækra- framfærsla hreppanna var eina skipulagða aðstoðin við fatæka hér á landi. Hún var hins vegar háð því að bændur gætu greitt tíund og önnur ómagagjöld og tekið við niðursetningum en það brást jafnan er hallæri surfii að þjóðinni.13 Þegar þannig var ástatt áttu bændur yfirleitt nóg með að fæða sig og sína svo að þurfamenn þurftu að sitja á hakanum. Berskjölduð þjóð Náttúrahamfarir verða ekki sjaldnar í fijósömum og þéttbýlum löndum en strjálbýlum og gróðursnauðum, þó með mismunandi hætti. A Islandi er það eldur og ís en í Florida fellibylir og í Bangla- desh flóð sem þjaka íbúana. Það sem máli skiptir er viðbúnaður samfelagsins við harðindum." Þar var Islandi líkt farið og smalamanninum forðum er lá svo vel undir höggi Þorgeirs Hávarssonar, því eins og hann lá krepptur og boginn fram á staf sinn lá íslenska samfelagið með háls- inn útréttan undir axarblaði náttúra- hamfaranna. Það vora einkum þrennir þættir íslensks samfelags sem stuðluðu að þessu vamarleysi: einhæft atvinnulíf, einhæft mataræði og ástand verslunarmála. Mannfall í móðuharðindum eftir stéttum 100% 80% 60% 40% 20% Bændur Böm Ættingjar Vinnufólk Húsfólk Ómagar Flakkarar og makar bænda og tökufólk ■ úr landfarsótt □ úr hor □ úr einhverju öðru SAGNIR 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.